Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 23
SKINFAXl 23 Fyrstu sumrin, sem U. M. F. í. átti skóginn, dvaldi Guðmundur Davíðsson þar um stund, grisjaði og lag- i'ærði. Sér enn merki handaverka hans. Siðan hefir fátt verið gert þar til þrifnaðar, þar til s. 1. sumar, að sá, sem þetta ritar, vann þar um tíma. En geysilegt verkefni er fyrir hendi, til þess að skógurinn geti litið út svo sem vera ber. Kjarrið er víða þétt um of og þarf grisjunar. Hitt er þó miklu meira áherandi, hversu mjög skógurinn úir og grúir af kaiviði og fauskum; dregur það mjög úr fegurð iians, og gerir ræktarleysi hans áberandi og tilfinnanlegt. — purfa U. M. F. að reka illa skömm al' höndum sér og hreinsa skóginn, því að þeim er ekki samhoðinn annar gróður en lif- andi og vaxandi. Loks er ótalið það, sem mestu varðar um þrif skóg- arins og örlög, en það er lega hans. Má segja að hann sé hvorttveggja i senn: afbragðsvei og hrapallega í sveit settur, þar sem hann liggur ágætlega við sam- göngum. þjóðbrautin frá Reykjavík upp Grímsnes, i Riskupstungur, liggur fast við skógargirðinguna. Er því höfuðstaðarbúum og Hafnfirðingum greiður veg- ur á Ijifreiðum i skóginn. Munu þeir eiga þangað hæg- usta leið og skemsta i „bjarkasal“. Eyrbekkingar, Stokkseyringar og fólk úr lágsveitum Árnessýslu á ekki „í annað hús að venda“ en þrastaskóg, er það fer skógarferðir; enda er blettur sá fegurstur í neðri hluta sýslunnar, og þótt viðar sé leitað. Af þessum sökum er ærið gestkvæmt í skóginum. Leið varla nokkur dag- ur svo síðastliðið suinar, að þar væri ekki eittlivað manna, og oft margir bifreiðafarmar. Liggur það i aug- Um uppi, að gestanauð þessi er harla óholl skóginum. Mikið sparkast niður af gróðri, þar sem er daglegur Umgangur margmennis. Verra er þó hilt, að umgengni mikils þorra skógargesta er allmjög ábótavant. pess er áður getið, hvernig reynitrén hafa verið leikin. Menn skilja eftir umbúðir af nesti sínu: flöskur, dósir og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.