Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 43
SKINFAXl 43 Námskeið. Ungmennasamb. „Skarpliéðinn“ hélt aöálfund sinn fyrir .þetta ár að pjórisártúni 3. og 4. jan. s. 1. Fundurinn ákvað meðal annars, að vinna að því, að 8 mán. námskeið yrðu haldin árlega næstu 2 ár, meðal ungmennafél. i Árnes- og Rangárvallasýslu. Skyldu þau vera garðræktamámskeið að vorinu, en matreiðslu- námskeið á velrum. Fundurinn k-vað svo á, að ungmennasamb. skyldi greiða % af kostnaði námskeiðanna ef Búnaðarsambaiid Suðurlands og Búnaðarfélag íslands greiddu %. Herra Guðm. bóndi porbjarnarson frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum var staddur á fundinum, hann er for- maður Búnaðarsamb. Suðurlands og fulltrúi þess á Búnaðarþingi Islands. Guðmundur befir um langt skeið verið einn hinn ágætasti ungmennafélagi í Rangárvalla- sýslu. Leist honum vel á hugmynd fundarins, um nám- skeiðin, enda fór það að vonum, þvi að hann er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur dugnaðar og umbótamaður. ]?egar Guðm. kom bingað til Rvíkur, í byrjun febr,- mán., til þess að sitja Búnaðarþing íslands, hafði stjórn Rúnaðarsamb. Suðurlands afgreitt tillögur um það, að Búnaðarsamb. skyldi leggja til % af væntanlegum kostnaði, sem leiddi af námskeiðum þeim, sem rætt bafði verið um á þ’jórsártúnsfundinum. Guðm. fylgdi því fast á Búnaðarþinginu. að veittur yrði stvrkur sá til námskeiða þessara, sem sótt hafði Verið um til þingsins. enda fékk Guðm. greið svör og góð. Ýmsir af helstu ijúnaðarfrömuðum landsins sáu, að hér var um nauðsynjamál að ræða og vildu því síyðja að því, að það yrði framkvæmt. þ’ingið samþykti áð veita 1200 kr. til náihskeiðanna. I'elur Skinfaxi sér skylt að þakka húnaðarþinginu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.