Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 47
SKINFAXI
47
lifíur, en tvíliðuættin virðist þar svo liðmörg, að svo
má lieita, að hún ráði lögum og lofum. En Heims-
kringla er auðiig áð þriliðuhendingum. Má hún heita
þríliðunáma. Höfundur væntir þess, að lirynjandin geti
stundum vísað veg, þegar svipast er um eftir höfund-
um. En enginn skyidi treysta henni í hlindni fremur
en öðrum fræðigreinum, sem tengdar eru tungunni.
, pá er þriðji tilgangurinn. Ilann er og aðaltifgangur
ritsins og er sá, að benda á leið, er liggur til málfars-
bóta. Hver rithöfundur íslenskur ætti að keppa að því,
að tungan nái þeirri fegurð, er hún liafði á tólftu og
þrettándu öld. Hér er ckki ætlast til þess, að þeir, sem
nú eru uppi, fari að stæla fommenn og gangi á bug
við íslensk orð, er lifa á vörum þjóðarinnar, og taki
í stað þeirra úrelt orð og orðtæki. En liitt er ekki ofætl-
un þeim, er mikla mentun hafa hlotið, að þeir geri
sér far um það, að skrifa eins háttbundið og gert var
fyrrum.“
þ’ótt að bók þessi sé vísindarit, mun hverjum með-
algefnum alþýðumanni reynast það sönn nautn að lesa
hana. Yfir henni ljómar hið bjarta lieiði hógværðar og
speki. ]?að er sannleiksástin, sem knýr höf. lil að lcita
og hann hagar leit sinni að hætti feðranna, gengur i
forna hauga, finnur viskuauðinn og gefur hann bræðr-
um sínum. Svo fágætur er auður þessi, að hver, sem
vill getur Idotið hann allan og óskiftan.
]?egar eg las „Hrynjandi isJenskrar tungu“ mintist
eg þess, sem eg heýrði ágætan mentamann segja um
Nýal H. P. „Spekin og snildin birtist þar'á hverri blað-
síðu.“ G. B.