Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 35
SKINFAXI 35 ingar, sem fýsir utan i kynnisleit, eií>a erindi til Nor- egs. Hvergi mun þeim betur tekið. En þeir eiga ckki að staðnæmast í bæjunum, heldur halda út í sveitir, dvelja um liríð á myndarlegu heimili, kynnast fólk- inu í daglegri iðju og umgengni. Á því er mest að græða. |?á munu þeir víða fá að sjá háða lífsbaráttu við enn harðari kjör að mörgu leyti, en við eigum að venjast hér heima. peir munu fá að sjá miklu skýrar en hér, liverju iðjusöm mannshönd fær afkastað í því að klæða grænum gróðri nakta ldetta og klungur. þeir munu víða kynnast glaðvakandi andlegu lífi, fjölhreyttu, og livorttveggja i senn, líku og ólílcu því, sem er að venj- ast hér heima. Fjöll eru há, og dalir djéipir í Noregi, og þau yfirborðseinkenni má líka finna í andlega líf- inu. peir munu líka kynnast virðingu fyrir gömlum siðum og venjum, og varfærni við að gerast ginkeypt- ur við öllu nýju, aðeins af því, að það er nýtt. peir mundu koma auðugri aftm-. G. Guðjónsson. Suðurlandsskólinn. Hvers vegna hvílir enn tignarljómi minninganna yf- ir Odda og Haukadal? pað er vegna lýðskólanna fornu, sem þar voru. Enginn getur metið, livaS mikið þjóðin á þessum skólum að þakka. Líklegt er að þar hafi mótast snild og lífsspeki íslenskra fornrita, sem þjóðin hefir drukk- ið af um hundruð ára, og hlotið andlega svölun. Frá þessum skólum cr fornritunin komin. „Kraftur orða megin kyngi og mynda gnótt.“ Ari fróði og Snorri Sturluson lærðu í þessum mentasetnum, þeir menn, sem komist hafa á bökk með heimsins frægustu snillingum, 3*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.