Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 13
SKINFAXI 13 merarhjarta í brjósli og var því huglaus, er á hólminn var komið, greyið. Margt er liér í au'ðn og órækt. Jötunheimabragur er á mörgu. En mér er sem eg sjái, hvar foringjaliugsun yðar fer með óvígan lier á hendur jötnum og hrímþurs- um. Menning lands og þióSar, Miðgarður Islands stækk- ar smátt og smátt. þ»eim mönnum fjölgar óSum, sem er það ljóst, að þeir hafa liugsanaforráð og gera liugs- anir sínar sterkar og stæltar, í stað þess að hafa þær sem heiglasveitir, er enginn getur treyst. pér, ung- mennafélagar, hafið stigið á stokk og strengt þess heit, að leggja rækt við land og tungu þjóðar vorrar. Undir- rót allrar ræktar og ræktunar er og' verður hugsanarækt- in. Ef þér leggið stund á hana, mun yður aldrei aflfátt verða, er þér reynið fangbrögð við illþýði Jötunheima. Sóknin gerist ef til vill hörð, en sigur er vís, — að leikslokum, þvi að það er hverju orði sannara, sem Platón sagði, að „hugsanir stýra heimi þessum“, og góðar hugsanir og sterkar eru giftudrjúgar. Sig. Kristófer Pétursson. Drápa flutt norsku ungmennafélögunum við komu þeirra til Reykjavíkur 17. júní 1924. Heilir komnir af hafi og sælir, hingað til þjóðar, Austmenn góðir! Heilir og sælir — heilt vér mælum — liöggvið til stranda á voru landi! Strandhögg áður, að víga-vanda, vikingar gerðu á sínum ferðum. — En yðar hlutur er allur boðinn — eins og þér skiljið — af fúsuin vilja!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.