Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 24
24
SKINFAXI
drasl, hvar sem er, oi< ekki síst á fegurstu stöðum. Er
slíkt Jítil prýði. pá rífa menn nj)]) og tæta blóm, viði-
greinar og jafnvel heilar birkihrislur, til þess að skreyta
með sjálfa sig og farartæki sín. Er skógurinn stór-
skemdur af sliku framferði, þó að ránin hafi að vísu
komið mcst á landið ulan girðingai'.
Af því, sem að framan er sagt, vænli eg þess, að oll-
um U. M. F. megi vera ljóst að brýn þörl' er á því, að
iiafa umsjónarmann i prastaskógi yfir sumarlímann,
til þess að hlynna að skóginum, hreinsa hann og grisja
og -— siðast en ekki síst — gæla hans og verja hann
skemdum af manna völdum. Slika umsjón geta U.
M. F. ekki hummað l'ram af sér, að láta skóginum í
té,‘ allra hlula vegna. Ef þau láta hann hirðingarlaus-
an enn um stund, þá getur ekki hjá því íarið, að þau
verði áður langt liður að skila eignarrétti á honum í
hendur rikinu, svo sem tilskilið er í gjafabréfi Tr. G„
ef félögin reynast ekki til þess liæf, að hirða skóginn
sómasamlega.
IV.
Hirðuleysi það, sem prastaskógur er kominn i, er
einkum af tveimur rótum runnið: féleysi Sambands-
ins og tómlæti sambandsstjórnar og einstakra félaga.
-—- A síðasta sambandsþingi voru þingmenn einhuga
um það, að svo búið mætti ekki standa. peim kom
saman um að hefjast yrði handa, og ekki aðeins að
verja skóginn skemdum þeim, er hann liggur undír
af manna vöklum, heldur einnig að bæta hann og prýða
scm mest, svo aö vér sjálf og eftirkomendur vorir í
félagsskapnum getum komið þar og notið þeirrar
ánægju, að vera meðeigendur eins fegurstu hlelta lands-
ins. — Að vísu er sambandssjóði ekki fært að leggja
skóginum af mörkum nema lilla fjárliæð á ári, við
það, sem hann þarf. En sambandsþingið treysti þvi,
að ungmennafélög og einstakir félagar úti um land