Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 15
SKINFAXI 15 Æskan leitar að æðstu visku i íslands dölum og' Noregs sölum. — Æskan leitar að æðsta þroska á íslands fjöllum og Noregs völlum. Hvildarlaus leit að eilífum eldi alstaðar tengir góða drengi. — paðan er komin þýðan i hljóðið, þegar vér mælum: Heilir og sælir! Jóh. B. Jónasson. Heimboð. Seint í fyrravetur bauð sambandsstjórn Ivjalarnes- þings ungmennasamb. norska, að senda hingað ung- mennafélaga í kynnisför. Norðmenn tóku heimboðinu með þökkum og sendu fimm ungmennafélaga; komu þeir hingað til Rvikur 17. júni s.l. — Allir voru þeir félagar þroskaðir menn og hinir mannvænlegustu, enda liafa þeir allir unnið mikil og margbreytt trúnaðar- störf ungmennafélaga, heima á fósturjörð sinni. — Með þeim var i för norskur regluboði. — Sambands- þing U. M. F. í. var sett sama dag og Norðmennirnir komu. Forseti þingsins, Björn Guðmundsson frá Núpi, mælti fyrir minni þeirra og norsku ungmennafélags- hreyfingarinnar, en foringi Norðmanna þakkaði með ræðu. íþróttamót íslands var haldið hér i Reykjavík, dag- ana sem Norðmennirnir dvöldu hér. Höfðu þeir góða skemtun af mótinu og létu vel yfir flestum íþróttun- um, sem sýndar voru. — Eftir viku dvöl í iiöfuðstað landsins hófu Norðmennirnir för um Sunnlendinga- fjórðung. Heimsóttu þeir þá mörg ungmennafélög. Sagðist þciin svo frá, að alslaðar hefði þeim verið vel

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.