Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI Bók ein heitir „Hávamál Indíalands“. Er þar sagt frá samræðum afburða vitrings í Austurlöndum, er Krishna hét og lærisveins iians. Lærisveinninn átti að leggja til orrustu. Vitringurinn er að fræða hann og meðal annars um það, hvernig hann eigi að ná valdi á hug- anum. Lærísveinninn, er Arjúna heitir, segir: „Hug- urinn, Krishna, er visjsulega eirðarlaus. Hann er bald- inn, ólmur og óstýrilátur, og eg held, að liann verði naumast taminn fremur en vindurinn.“ Vitringurinn svarar: „Víst er um það, að torvelt er að temja hugann, sak- ir þess, hve eirðarlaus hann er. pó er vinnandi vegur að temja hann með sífeldum iðkunum og stillingu.“ petta liafa og margir reynt. peir hafa tamið sér það, er eg nefni fasthygli. ]?ér skiljið orðið, vænti eg. Mun- ur á fasthygli og athygli er sá, að með athygli, er hug- anum beint að einhverjum hlut, en með fasthygli, er honum lialdið föstum við þann hlut eða hugmynd, sem höfð er lil iðkana. Slíkar iðkanir eru huganum eins konar heræfingar. Til er tvenns konar fasthygli. Önnur þeirra er mönn- um ósjálfráð, en hin er þeim sjálfráð. Ósjálfráð fasl- hygli getur stundum orðið til meins. Menn, sem gcta eigi haft hugann fastan við nokkurn hlut, stundinni lengur, eru í raun og veru aumkvunarverðir. En hinír eru og illa farnir, sem eru á valdi hugsana sinna. Haf- ið þér eigi þekt karla og konur, er sitja stundum sokk- in ofan í einhverja hugsun. Slíkir menn er.u' oft í hálf- gerðri leiðslu. Stundum geta þeir farið langar leiðir, án þess að þeir hafi hugmynd um, hvert þeir eru að ráfa. Segja má, að slíkir menn séu fasthugulir, en fast- hygli þeirra er þó eigi eftirsóknarverð. peir hafa eigi vald á hugsunum sinum, heldur eru það luigsanir þeirra, sem hafa vald á þeim, og leiða þá hvert sem þeim þóknast. Segjum vér þá, að mennirnir séu utan við sig. Fasthygli þcirra er þeim ósjálfráð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.