Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 Sjálfráð fasthygli er sú iþrótt, er allir, sem vilja vera menn ineð mönnum, ætti að temja sér. ]?eir er kunna þá íþrótt, gerasl eigi þrælar hugsana sinna, neldur taka þær í iþjónustu sína. Enginn verður íþróttamaður, scm temur sér eigi íþróttir. þér vitið, að oft fer mikill timi í iðkanir. Marg- ir kenna fasthyglis-iðkanir. Einn hefir indverska að- ferð, annar japneska, þriðji franslca o. s. frv. Virðum fyrir oss heræfingar þessar, en gætið þess, að tíminn er naumur, svo að ekki verður farið hér langt út í þessa iðkana-sálma. Aðferðin indverska er þessi: Tökum einhvern hlut og reynum að festa hugann við hann fyrst tvö stundarkorn (mínútur), svo þrjú, svo fjögur eða fimm. Stundarkornum má fjölga eflir því, sem nemandinn tekur framförum. Gerum ráð fyr- ir því, að vér höfum valið ritblý. Hyggjum fyrst að lögun áhalds þessa, ]mr næsta að lil þess, stærð o. s. frv. par næst skulum vér loka augunum og horfa á mynd þess i vitund vorri. Litum svo aftur á það, og sjáum hver munur er á því og mynd þeirri, sem vér höfðum af því fengið inn í hugann. Reynslan er sú, að lconum gengur betur að sjá í huga sér en körlum, þegar huganum er beint að hlut- um. En karlar verða konum snjallari, ef huga skal beina að hugmynd. ]?ar næst getum vér fest hugann við fortið ritblýs- ins. Hvaðan kom það? Hvar var náman, sem blýið var brotið úr og hvernig var hún? Oss verður að vera það ljóst, að þetta eru iðkanir og ekki annað. Hugmyndir þær, er vér gerum oss um fortíð hlutar, geta naumast orðið réttar. En hvað um það. pær þroska fasthyglisgáfuna, líkt og reikn- ingsdæmi, sem hefir verið reiknað skakt, getur þrosk- að reikningsgáfuna. Æfingar þær, sem menn temja sér

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.