Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 27
SKINFAXI 27 inn í því að lilýða útþránni og freista gæfunnar i hin- um stóra heimi, þegar hann kvað þetta til sveitunga sinna: Aldrei naga eg ykkar börð eins og þægðar sauður. Skal eg fjarri fósturjörð falla heldur dauður. Æskumaðurinn kveður átlhaga sína, alt sem hann ann og þekkir, og hesturinn er eini förunauturinn hans, en kraftur hestsins og hið stormóða fjör hrífur ung- linginn og léttir lundina, enda er nú staka kveðin lil fararskjótans. Hann er þýður, háreistur, hestaprýði kallaður. Hraustur, fríður, fótlipur, fallega skríður Yíkingur. En kaldhæðni og beiskja særðrar æslai sækja að ferðamanninum. pegar hann sér hreppsnefnina riða að fundarhu&i sveitarinnar, sem væri hæl’ilegt fjós handa tveimur baulum, þá verður honum að orði: Ekki er fríður flokkurinn, finst mér prýða hundurinn. þctta er Hlíðarhreppsnefndin, hún er að skriða í kuðunginn. Sveitakyrðin er horfin hagyrðingnum, hann berst með straumnum i stórborginni. þ>ar er aldrei hljótt og sjald- an háreysti. Heiður himinn er flestum ókunnur og stór- hrið þekkist ekki, en nákuldi samúðarleysisins nýstir rinstæðinginn i fjölmenninu. Hagyrðingurinn mætir grannkonu sinni, hann sér að hún er hvortveggja í senn, sest og angurvær, en nú hefir hann kynst litbrigðum hfsins, og kann að ráða af líkum. Hann veit hvað veld- Ur hugarangri stúlkunnar, finnur til með þeim, sem situr í skugganum, og horfir á stjörnuhröpin. Að því lýtur þessi staka:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.