Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI fagnað, og víða þóiti þeim gott um að litas,t, enda sáu þeir ýmsa merka sögustaði, svo sem þingvelli, Skál- holt, Hlíðarenda og Geysi. pingvellir heilluðu hugi þeirra mest, enda var veður fagurt, er þeir dvöldu þar, og leiðsögnin svo góð, að ekki var hægt að kjósa aðra betri. þar lásu þeir ýmsa kafla úr Njálu, meðal annars um bardagann á þing- völlum, en próf. Sigurður Nordal skýrði söguna og sagði þeim margt um örnefni og útsýn hinna forn- heígu valla. Norðmenn höfðu mikinn hug á því að kynna ser sveitasamkomur og iþróttamót ungmennafél., enda gafst þess kostur. TJ. M. S. K. hélt fund á Akranesi og bauð Norðmönnunum þangað. Yar fundur sá all fjöl- mennur og lmgðu flestir gott til hans, en hann gaf lakari raun en til var ætlast, því að veður var óliag- stætt. En Norðmenn komu líka á íþróttamót Borgfirð- inga og fund ungmennafél. í Árnessýslu. Sögðu Aust- menn, að á báðum þessum stöðum hefði þeim þótt goít að vera, því að þar vann islenska vorið, með íslenskri æsku að því, að fagna þeim. Skinfaxi þakkar stjórn U. M. S. Iv., ungmennasamb. Borgfirðinga og ungmennasamb. „Skarphéðinn“ fyrir heimhoð Norðmannanna og allar þær alúðar viðtök- ur, sem þeir fengu. För austrænu frændanna hingað liefir orðið íslenskum ungmennafél. og alþýðu íslands til sóma. Norðmenn hafa víðfrægt þessa Islandsferð sína i norskum blöðum og borið Islendingum söguna ágæt- lega; þó væri það órétt að segja, að greinar þeirra séu rakalausl lof, svo sem oft vill verða, er menn vilja að orð sín láti vel í eyrum annara. Greinar Norðmann- anna sanna spakmælið forna, að „glögt er gests augað“. Frændur okkar hafa tekið vel eftir því, sem fyrir þá bar, og gera góða grein fyrir því í ritum sinum. Holt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.