Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 37
SKINFAXI 37 að standa austan eða vestan pjórsár. Flestir munu þó telja einsætt, að skólinn verði reistur í Árnessýslu, því að þar eru víða hverir og laugar, sem nota má til hit- unar og suðu við skólann. Er sjálfsagt að hagnýta þessi náttúruöfl, en Rangæingar eiga þeirra ekki kost. Skifst hafa skoðanir Árnesinga um, livar reisa beri skólann i þeirra eigin sýslu. Biskupstungnamenn hafa lofað að gefa Haulcadal, ef skólinn yrði þar. Sagt er að Hreppamenn vilji hafa hann hjá sér, en byggingameistari ríkisins og fjöldi kunnugra manna telji æskilegt, að Laugavatn í Lauga- dal verði valið fyrir lýðskólasetur, enda liefir sú jörð margt til síns ágætis. ]?ar er útsýni mikið og fagurt, austur yfir sveitir, upp til fjalla og út til sævar, og heim á Laugavatni er frítt um að litast og búsældar- legt. Hlíðarnar skógi grónar, túnið grösugt og slétt og góðar engjar. Allstórt veiðivatn er við túnið. Laugarnar eru heitar og vatnsmiklar og liggja ágætl. við til notkunar. Nóg er af möl og sandi þar sem byggingameistarinn telur æskilegt að reisa skólabygginguna. Ekki spillir ná- grennið fyrir þessu fyrirhugaða skólasetri. Laugavatn stendur nær miðjum Laugardalnum, en dalur sá er frægur af fegurð sinni, svo sem lcunnugt er. Kunnugur maður hefir sagt mér, að nú beri Lauga- vatn um 400 fjár, 10 kýr og 20 hross, og er þó langt frá því, að jörðin sé ofsetin. Af þessu sést, að hér er um allmikla bújörð að ræða, enda væri það óviðeig- andi, ef ekki væri hægt að hafa gott bú á skólasetri þeirra sveita, sem taldar eru einna best fallnar til bún- aðar hér á landi, fyrir margra hluta sakir. ]?að mun vera einhuga ósk allra ungmennafélaga í Árnes- og Rangárvallasýslu, að Suðurlandsskólinn verði reistur sem fyrst, á vel völdum og í'ögrum stað. Og að það verði sem hest til hans vandað, svo að hann megi reynast þjóðnýt fyrirmyndarstofnun.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.