Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 17
SKINFAXI 17 vseri okkur að hugsa uin umsögn þeirra, þótt ekki sé vist að við viljum rita uudir alt, sem þeir segja. Allir kannast við frændsemi Norðmanna og Islend- inga og líka aðstöðu til ýmsra viðfangsefna, bæði i andans og viðskiftaheiminum, enda sannar reynslan það, að viðskifti þjóðanna eru næsta mikil og marg- breytt. Aldrei ínegum við Islendingar gleyma því, að okkur ber að meta íslenskan rétt og íslenskt þjóðerni meir en alt annað, en við verðum líka að sýna full- komna sanngirni í skiftum okkar við bræðurna; hlut- föll þessi mega aldrei raskast. Sanngirni og sjálfstæði verða að baldast i hendur. Ungmennafélög beggja þjóð- anna eiga að vaka yfir þessu. Ungmennafélögin islensku hafa sýnt, að bverju þau stefna í þessu máli. pau vilja byggja viðskifli Norð- nianna og Islendinga á þekkingu góðra og mikilbæfra manna, sem fæst af sjón og raun. G. B. Þrastaskógur. i. Eitt af því marga, er U. M. F. töku sér fyrir bendur að vinna, er þau voru stofniuð, var að „klæða landið“. j-’á voru draumar manna djarflegir og fyrirætlanir stórar. Var helst til þess hugsað, að gera hólmann „skógi vaxinn milli fjalls og fjöru,“ svo sem sögur berma að verið hafi í fornöld. En brátt varð blákaldur veruleikinn til þess, að kenna mönnum það, að sán- ing og plöntun skógar er ekkert áblaupaverk, svo að gagni komi. Til þess að koma upp nýjum skógi og vöxtulegum, jmrf tíma og fé, elju og ástundun, miklu nieiri en æskulýður vor liefir ráð á. Sáu ungmennafé- 2

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.