Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI Gæí'an heldnr geislakveld, gleðin veldur harmi. pað er eldur að eg held, inst í hvelt'dum barmi. Hann tekur að hugjsa um öfugstreymið, og hneyksl- ast á hverflyndi mannanna, en veit þó raunar, að hált er undir eigin fótum. En hann telur sér trú um að ástalífið sé sér ókunnur heimur, og þykist góður af. Reynir hann að þvo hendur sínar með vísunni sinni: pó að eg sé gleðigjarn og gangi á vegi hálum, er eg saldaus eins og barn i öllum kvennamálum. En þessi handaþvottur nægir honum ekki, hann finn- ur að „hálfur er liver að heiman.“ Óyndið sækir að honum, haustið og bliknuð blómin eru í ætt við hann. ]?á tekur hann mynd af sjálfum sér og umhverfinu og myndin birtist i visunni: Blómum dauðinn gaf ei grið, grundir auðar standa. Fölnað hauður vel á við vonarsnauðan anda. En hagyrðingurinn þekkir hugarheim, sem er enn þá ægilegri en sá, er lýst var i síðustu stökunni. það er örvæntingin, og hann iýsir hástigi hugarvílsins á þessa leið: Einn eg lirekst við eyðisker, aldrei höfn mun finna. Báruhljóðið boðar mér bana vona minna. þegar hagyrðingurinn hefir lcynst örvæntingunni, er hann búinn að kanna úthöf óhamingjunnar. Hann hef- ir goldið dýrustu fórnina, sem hægt var að greiða í mannheimum, en gróðinn er líka mikill, nú á hann

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.