Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 40
10
SKINFAXI
fangsefnum félaganna og mótið einskonar hæstaréttar-
dómur þeirrar menningargreinar. Enn fremur sýria
þau, hvernig ungmennafélagar stjórna fjölmennuin
mannfundum og má raunar ekki lítið al' þvi marka,
t. d. það, hversu vel ungmennafelagar muni vera til
foringja fallnir. Margt er það fleira, senr gestsaugað
sér á mótum þessum, og gefur tilefni til þess að spá
um framtíð lands og þjóðar, sem innan stundar á að
hvíla í skauti hinnar vaxandi kynslóðar. Framar Öllu
verða það siðgæðismálin, sem fá menn til þess að
dreyma, þvi að þau eru kjarni hins sanna manndóms,
og við þau hlýtur framtíðarstefnan að miðast, „þi’oski
og göfgi sjálfra vor“. petta á að vera fyrsta og æðsla
boðorð ungmennafélagnna. Hvað sýna íþróttamótin?
pau sýna, að það er nauðsyn að fólkið eigi sina hátið-
isdaga og að þeir hafa oft orðið að góðu liði, og tæp-
ast verður með sanngirni fundið að íþróttamótum ung-
mennafélaga í sumum héruðum landsins. En hinu verð-
ur elcki neitað, að hættulegir þverbrestir eru sumstað-
ar á þessari starfsemi, sem eru með öllu óþolandi. Hvað
veldur? pað er vínið. Óaldarlýður liinna stærri kaup-
staða flykkist á íþróttamótin, þegar bilarnir gela borið
hann þangað. Annars er hann eklci ferða fær. pessi
lýður flýtur vínið með sér, og á þann hátt svívirðir hann
stefnuskrá ungmennafélaganna og gerspillir gleði
þeirra. — Merkur ungmennafélagi, úr uppsveitum Ár-
nessýslu, talaði um vínhneykslið á íþróttamótum. Hann
segir meðal annars: „Álfaskeið hefir verið samkomu-
staður okkar ungmennafélaga nú um allmörg ár, og
við höfum vandað til skemtananna þar eftir bestu
föngum, enda hafa þær náð almenningshylli og sveil-
irnar okkar hlotið heiður og ánægju af þeim. pær hal'a
farið vel fram vegna þess, að þser voru lausar við ófögn-
uð vínsins. En þegar akfær vegur kom svo nærri Álfa-
skeiði, að óvalinn utansveitarlýður gat fjölment á
mótinu okkar, þá var asninn leiddur í herbúðirnar;