Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 36
SKINFAXI 36 Islendingum til ómetanlegs gagns og sóma. Líklegt er að séreinkenni íslensku þjóðarinnar hefðu farist með öllu, ef þjóðskólanna fornu hefði ekki notið við. Áhrif skólanna hafa lifað, þó að þeir brynnu sjálfir í sundr- ungar og neyðareldi hinnar myrku aldar. Sunnlending- ar sjá enn i anda þessi frægu menningarsetur, og þeir vilja kveikja aftur fornu ljósin, sem þar brunnu. peir vilja eignast þjóðlegan, rammíslenskan sveitaskóla, sem sé samboðinn frjálsri og starfandi þjóð. 1 þessum skóla á ekki að fóstra prófs,jukar, víndrekkandi hengilmæn- ur, sem hafa það eitt að markmiði, að ná í emhætti rikisins og föst laun, en snúast að þvi húnu, eftir dutl- ungum þeirra, sem stjórna þeim, eins og vélahjól. Suð- urlandsskólinn á að ala upp hrausta og einhuga sveita- menn. Menn sem vilja ryðja urðir og rækta landið, menn sem forðast það, að láta aðra festa band um háls sér og leiða sig, heldur hafa dirfsku til þess að hei’jast sjálfir og sigra sjálfir. Shkir menn verða alt- af að vinna, en ná þó aldrei úrslitasigri, því að mark- mið þeirra er hátt og í fullkomnu samræmi við liina eilífu framþróun lífsins. Hvar er nú komið þessum miklu nauðsynjamálum Sunnlendinga? Skólanefndir liafa verið kosnar bæði i Árnes- og Rangárvallasýslu. J?ær hafa fengið loforð margra velmetinna manna um að leggja fram fé, til þess að reisa skólann. Allmikið fé hefir safnast með þessum liætti, einkum í Árnes- sýslu, en mikið mun þó vanta enn lil þess, að hægt sé að ráðast í skólabygginguna. Talið er að Sunnlend- ingar þurfi 150 þús. kr. til ]?ess að hafa ráð á því, að reisa sæmilegt lýðskólahús. Ætla má að ríkið legði til helminginn af þessu fé, ef hægt væri að safna hinu í Árnes- og Rangárvallasýslu. Ef hver maður í sýslum þessurn gæfi 8—5) kr. til skólans, muiidu 75 þús. kr. fást með því. Skólanefndir og sýslunefndir Sunnlendinga hefir greint á um ýms atriði gagnvart skólanum, t. d. það, hvort hann ætti

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.