Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.03.1925, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI örlög saman en aðrar, og því sé skylt að halda uppi vináttu og kynningu ef kostur er á. petta hefir komið í ljós á ýmsa luncl, en verður eigi rakið hér. Sem dæmi þess að austur þar sé vöknuð at- hygli á nýíslenskri menningu má nefna það, sem skemst er að minnast, er stöfnaður var kennarastóil í íslcnskum fræðum við háskólann í Oslo, þótt enn hafi eigi verið skipað það sæti. Er eigi að efa, að kennari sá gæti unnið mikið starf og þarft háðum þjóðum. En eigi var það ætlun mín með línum þessum, að leggja dóm á það. Hitt ætlaði eg mér, að segja nokk- uð frá þcim kynnum, sem eg fekk af almenniugi, er eg ferðaðist um í Noregi síðastliðið ár. Af þeim kynn- um festist hjá mér sú skoðun, að hollara mundi mörg- um ungum mönnum, íslenskum, er útþráin lokkar, að hregða af alfaravegi og leita fremur til kynnis við hina fornu frændþjóð vora, en að slíta skóm á stræt- um stórborga í öðrum löndum. Eg var svo lieppinn að fá tækifæri til að kynnast nokkuð bæði fræðslustarfi og daglegu lífi í norskum lýðháskólum, og siðar starfi ungmennafélaga og þótti hvorttveggja merkilegt á marga lund. Verður naura- ast sagt frá öðru, nema hitt sé nefnt i sömu andrá, því svo er þar saman unnið. Heyrði eg ýmsa mæta kennara segja liiklaust, að lýðháskólar mundu hvergi þrífast þar stuðningslaust af ungmennafélögum. Eigi er þó svo að skilja, að um fjárstyrk sé að ræða. Hann hafa skólarnir af almanna- fé, og sæmilega ríflegan. En því er svo farið, að til eru tvenskonar ungmennafélög þar í landi, og áhöld um hvor sterkari eru. ]?að eru hin venjulegu, þau sem U. M. F. í. munu líkjast í öllu verulegu, og þau eru nefnd hin frjálshuga ungmennafélög. Andspænis þeim standa kristilég ungmennafélög. Langt er þó frá, að hin telji sig ókristileg, en samt eru það trúmál, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.