Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 12
12
SKINFAXI
un og uppbyggingu. Að vísu bíða miiljónabankar Is-
landsmiða eftir nýjum, öflugum fiskiflota. Að vísu
bíða hundruð íslenzkra fallvatna eftir orkunýtingu.
Að vísu bíða ótal íslenzkar heilsulindir eftir því, að
fá að styrkja og endurnæra starfandi fólk. Að vísu
bíður hér allt, sem nöfnum tjáir að nefna, eftir slcap-
andi anda og skapandi hönd, því að við lirekjumst
einmitt innan um þetta undarlega öngþveiti stað-
reyndanna, að á sama tíma sem fólkið spyr og bíð-
ur eftir verkefnum, á sama tíma spyrja og bíða verk-
efnin eftir fókinu. En hér leggja leiðtogarnir ekki
höfuð sín í bleyti til þess að hnitmiða uppeldi vinnu-
stéttarinnar, hér er það elcki viturleg verkaskipting
milli tækniþjálfaðra starfssveita, sem er vandamál-
ið. Nei, hér snýst allt um þrautnýtingu „einstaklings-
framtaksins“ á síhrörnandi atvinnuvegum, liér lend-
ir allt í káki, hlægilegu og hræðilegu í senn, við að
lialda líftórunni í dauðadæmdu skipulagi — allt upp
á kostnað liins vinnandi fólks.
Hvernig stendur nú á þessum ósköpum ? Því er fljót-
svarað. Allir vita, að auðvaldsskipulagið felur i sér
andstæður, sem það ræður ekkert við framar, og að
það eru þær, sem skapað hafa þetta óbærilega ástand.
Fyrir alþýðuna, hina starfandi stétt, er því ekki um
neina úrlausn að ræða aðra en þá, að taka sjálf í
taumana, taka sjálf sitt verksvið, sín verðmætahrá-
efni, taka sjálf sitt Island, sín íslandsmið, sín fall-
vötn, sínar heilsulindir.
En þetta verður ekki gert fyrirliafnarlaust. Það sé
að vísu fjarri mér, að gera lítið úr því þýðingarmikla
hraulryðjendastarfi, sem hér hefir verið unnið til und-
irbúnings að valdatöku verkalýðsins. En hetur má þó
ef duga skal. Og einmitt á þessum vettvangi liggur
okkar verksvið fyrir meira starf, einmitt í sjálfum
okkur þurfum við að auka framleiðslu verðmætanna,