Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 42

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 42
42 SKINFAXI gjöldum honum þakkarskuld vora með því, að sanna með verkum vorum, að luttugasta öldin hafi líka átt sina afreksmenn. Blönduósi í janúar 1936. Rannveig Þorsteinsdóttir: Glímufélagið Ármann 30 ára. Á þessu ári má segja, að séu tímamót minninganna. Fyrir 30 árum voru settir leið- arsteinar við í sjálfstæðis- og framfarabaráttu Islendinga. Þessir leiðarsteinar eru stofn- un æskulýðsfélaganna: Ung- mennafélags Akureyrar, á Ak- ureyri, og Glímufélagsins Ár- manns, í Reykjavík. Það er engin tilviljun, að þessi tvö félög eru stofnuð samtímis. Það er tákn tímanna. Stofnun þessara félaga var einskonar viðurkenning æsk- unnar á því, að nú hefði hún hafið sjálfstæðisbar- áttuna, og undirskrift samnings um það, að hætta ekki fyr en fullum sigri væri náð. Sjálfstæðisbaráttan fyrir 30 árum, ekki aðeins með- al íslendinga, heldur og annarra þjóða, er háðu svip- aða haráttu, stefndi mikið að því, að vekja upp og halda við því, sem hver þjóð átti sérstæðast og sér- kennilegast fyrir menningu sína á undanförnum öld- um. Það var þessi hlið sjálfstæðisbaráttunnar, sem Glímufélagið Ármann tók upp, og félagið setti sér Rannveig Þorsteinsdóttir.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.