Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 96
96
SKINFAXI
lýst geðblæ íslendingsins, þar sem hann situr einn í grænum
lundi fjarlægs lands.
Heðin Brú: Fastatökur.
Hér er komin ný, stór skáldsaga á færeysku máli, framhald
af fyrri sögu höf., Lognbrá. Er hér lýst lífinu á færeyskri
skútu á veiðiferðum til íslands, „skakinu“ og seigdrepandi
áhrifum þess á mannvænlega æskumenn eyjanna. En aðalefni
sögunnar er „fastatökur" Högna við sjálfan sig og ást sína,
sigrar hans og sættir. Er þessu öllu ágætlega lýst, persónurn-
ar skýrar og meitlaðar, stíllinn glæsilegur og frásögnin fjörug
og skemmtileg. Útkoma skáldsögu þessarar er mikil atburður
í færeyskum bókmenntum.
Rauðir pennar.
Bók þessi er „safn af sögum, Ijóðum og ritgerðum eftir nýj-
ustu innlenda og erlenda höfunda“, — eins konar sýnisbók
„rauðra“ bólcmennta. Iioma þarna fram 15 höfundar islenzk-
ir, sumir þjóðkunnir, en aðrir óþekktir fyr, og 13 erlendir.
Sumt er þarna misheppnað, eins og gengur (ritgerð Kristins
Andréssonar t. d. of mikil upptalning erlendra bókaheita til
að vera alþýðleg, og saga Halldórs Stefánssonar léleg), en
annað mjög prýðilegt, og bókin sem heild ánægjuleg og hress-
andi.
Þrjár barnabsekur.
Skinfaxa hafa borizt þrjár prýðilegar barnabækur. Gæsa-
mamma heitir myndabók, með Ijóðum og lögum, er Guðrún
Björnsdóttir frá Grafarholti hefir safnað, ljómandi bók. —
Andri litli á vetrarferðalagi er skemmtileg og fóðleg barna-
saga eftir L. G. Sjöholm, einn þekktasta skólamann Svía, en
ísak Jónsson hefir þýtt. — Loks er Dýrin tala, lesbók í dýra-
fræði, og hafa þrír þekktir kennarar þýtt hana úr sænsku.
Bókin er mjög myndarleg, en þvi miður hafa nokkrar vill-
ur slæðzt í hana, leiðinlegar, en fremur meinlausar.
Félagsprentsmiðjan.