Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 19

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 19
SKINFAXI 19 Og ef hana varðar ekkert um fordæmi þess per- sónuleika, er þrisvar nemur og brýtur land í fjar- lægri heimsálfu, býr alla æfi við liin örðugu kjör vinnustéttarinnar og afkastar þó fyrir heimaþjóðina hlutverki stórskálds í tómstundum sínum, — ef nú- tímakynslóð Islands varðar ekkert um þetta, hve- nær nemur hún þá sjálf sína „nóttlausu voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“? Lárus J. Rist: „Kapitar og kreppnr. I. Peningar! Peningar! Eg peninga! Þessi orð eru talin vera þau, sem oftast hrjóta af vörum manna. Hugsunin um þau liefir aldrei verið sterkari og þau borin fram með meiri áfergju en nú, á hinum „síðustu og verstu tímum“, nú í kreppunni, svo að ekki er laust við, að mörgum hrjósi hugur við græðg- inni. „Auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal“, en hann er hverfull og valtur vinur, og margoft keypt- ur of dýru verði. Vegna ákafans í það, að ná í peninga og komast yfir auðæfi, sækjum vér oft langt yfir skammt og gleymum að gæta hins fengna fjár. Vér gleymum að gæta þeirra fjársjóða, sem fyrir eru, hirða þá og ávaxta. Er þá illa farið, þegar hugsunin um pen- inga og fjársöfnun er orðin sterkasti þáttur í hugs- Un manna, og menn hafa misst sjónar á aðalatrið- inu, sem sé verðgildi þessa lífs, en það er lífsnautn- in frjóa og alefling andans. 2*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.