Skinfaxi - 01.03.1936, Qupperneq 56
56
SKINFAXI
vil benda hér á leið, sem að vísu er ekki til stórra átaka
eða framkvæmda. En eg vil þó benda á hana vegna
þess, að mér virðist, að hún muni notadrjúg og farsæl,
auk þess sem hún er engu ungmennafélagi ofvaxin, er
við hæfi allra. Enda eru það ekki alltaf stærstu áætlanir
eða áform, sem verða happa- eða notadrýgst, þegar til
framkvæmda kemur. Eg hygg, að betra sé að fara hægt
af stað, herða síðan starf og huga til meiri og stærri
átaka.
Nýbýlingurinn, sem tekur land til ræktunar og reisir
nýtt býli, þarf margt að starfa. Hann þarf samtimis að
byggja yfir fjölskyldu sína og bústofn. Hann þarf að
rækta tún, gera vegi og fleira. Allt þetta verður að vinna
meira eða minna samtímis. Það er óhemju mikið starf
og kostnaðarsamt. Og þrátt fyrir hin góðu nýbýlalög,
þrátt fyrir þann beina og óbeina styrk, sem þau veita
nýbýlingunum, þá mun þó mörgum verða erfitt að
koma þessu öllu i gott horf án frekari hjálpar. En hér
geta ungmennafélögin komið til mikillar og hag-
kvæmrar hjálpar, og er eg þá kominn að því, á hvern
hátt þau geti unnið nýbýlamálinu gagn.
Eg hefi liugsað mér það þannig, að félögin lijálpi ný-
býlingunum til við starfið, og mætti það lielzt verða á
þann hátt, að félagarnir störfuðu einn dag eða fleiri
hjá hverjum nýbýlingi. Að þeir lijálpuðu honum t. d.
við aðflutning á byggingarefni, túngerð, vegagerð eða
annað það, er bezt þætti henta í hvert sinn og á hverjum
slað. Gætu ungmennafélagarnir starfað saman í smá-
fcópum eða allir samtímis, eftir því sem bezt henlaði í
það og það skiplið. Þetta ætti eftir atvikum að vera
árlegur og fastur liður í starfsemi félaganna, þannig, að
þau störfuðu t. d. einn eða tvo daga á ári hjá hverjum
frumbýling fyrstu 3—5 frumbýlingsár hvers.
Með þessu móti rétta ungmennafélögin nýbyggjunum
mjög góða og hagstæða hjálparhönd, því eg geri ráð
fyrir, að þetta sé hjálparstarf án endurgjalds frá frum-