Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 70
70
SKINFAXI
því að það eru tæki, sem hafa varanlegt gildi í barátt-
unni gegn áfenginu.
Sem þjóðrækinn félagskapur verða U. M. F. að berj-
ast gegn áfenginu. Því að vissulega stafar sjálfstæði
þjóðarinnar eigi svo lítil hætta af þvi, þegar áfengis-
kaupin á einu ári eru orðin 3,5 milj. króna. Og það
meira að segja á hinum erfiðustu og verstu tímum,
þegar þjóðin verður að neita sér um margskonar nauð-
synjar og búa við meiri kyrrstöðu en eðlilegt er.
Þegar slíkur ofvöxtur er lcominn í áfengiskaupin,
að þau eru á móts við veltu þjóðarbúsins, þá verð-
ur ástandið vart þolað af nokkrum þjóðhollum manni.
Þó er það miklu minna en hið óbeina tap af áfengis-
nautninni, sem kemur fram á þegnunum, en verður
hvorki mælt né vegið né i tölum talið.
Þess vegna verður aukin rotnun þjóðfélagsins, með
vaxandi áfengisnautn, ekki reiknuð í sömu einingum
og áfengismagnið.
Vegna menningarbaráttu sinnar verða U. M. F. að
vinna fyrir bindindi, og jafnliliða því, sem þau eiga
að krefjast þess af félögum sínum, ber þeim skylda
til að reka viðtæka fræðslu, bæði i félögunum og með-
al almennings, um skaðsemi áfengis, og fylgjast vel
rrieð öllu, sem er að gerast i þessum málum, og vinna
á allan hugsanlegan hátt að aulcnu bindindisstarfi.
Eitt af meginhlutverkum U. M. F. er að stjórna
skemmtanalífi æskunnar. Hver ungur maður býr yfir
mikilli gleði, sem þarfnast útrásar og leitar fullnægju.
Það eru atvikin ein, sem oftast verða því valdandi,
á hvern hátt þetta verður, og teflir þá jafnan um leið
um andlegan velfarnað eða ófarnað, i framtiðinni, allt
eftir ástæðum, sem orka því, hvort gleðin fær full-
nægju á heilsusamlegan hátt, eða hún er ofin í viðjar
hættulegs munaðar. Það er U. M. F., að færa þetta
inn á réttar brautir og sanna, að gleðin verður ann-
arstaðar fundin en við veldisstól Bakkusar. Og það