Skinfaxi - 01.03.1936, Qupperneq 82
82
SKINFAXI
að vísu í góðu skotfæri, aðeins eina 5—10 metra frá
bátnum. En hún er horfin fyr en varir.
Aftur kemur hún upp og er nú nær en áður. En tæki-
færið gengur þó Ólafi úr greipum. Dýrið er aftur úr
augsýn. Þriðja sinn kemur hnísan upp og þá er hún
varla lengra frá bátnum en tvær áralengdir eða þar um
bil. Byssunni er miðað og skotið riður i höfuð hnísunni,
dauða-skot. Fáein augnablik flýtur liún í vatnsskorp-
unni, og á meðan er hlaupið undir árar og róið á vett-
vang. í sama bili og hún er að sökkva, er unnt að
krækja í hana með stjalca og draga að borðstokknum.
Síðan er liún dregin upp í bátinn.
Skyttan vill gjarnan fá tækifæri til þess að reyna
hæfni sína öðru sinni. Hinir félagarnir hafa heldur
ekkert á móti því. Og þeir skyggnast um eftir fleiri
fórnardýrum. En þeir sjá enga hnísu né annað, aldrei
framar þenna dag. Þær höfðu verið heldur nærgöng-
ular, vesalingarnir, og forvitnin hafði orðið dýrkeypt
einni úr þeirra hópi. Og víst var það von, að þær kærðu
sig ekki um fleiri kveðjur þvílíkar. Þær vildu ekki
komast í frekari kynni við þessa skæðu óvini.
Nú er sem veiðimennirnir séu öllum heillum horfn-
ir. Fiskurinn virðist vera flúinn, það litla sem áður
virtist vera til. Hann finnst ekki að minnsta kosti. —
Þeir halda til lands, enda er nú dagur að kveldi kom-
inn. Báturinn brunar inn fjörðinn, inn i vikina. Og
sjómennirnir stökkva út úr honum, er hann kennir
grunns. Þeir henda fiskunum upp í fjöruna, einum eft-
ir annan, og kasta á þá tölu. 60 þorskar! 20 í hlut, og
hvalur í uppbót. Verra gat það verið!
Þeir halda heim að loknu dagsverki, Grímur og Geir.
Ólafur ferjar þá innyfir fjörðinn og flytur aflann, allan
fenginn óskiptan. Hann vill ekkert af honum taka.
Enda þótt hann eigi sinn þriðjung og meira þó, verður
það svo að vera, að hann rær einn heim tómum báti. —
Sólin vekur veiðimennina af værum blundi eftir