Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 88

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 88
88 SKINFAXI sé æskilegur eða réltlælanlegur. Bölvun ofdrykkjunnar er alltof ljós til þess. Um hitt er deilt, hvort réttara sé, að neyta víns í smáum stíl, — drekka í svokölliiðu hófi „eins og siðuðum mönnum sæmir“, segir Gunnlaugur doktor, eða bragða aldrei áfengi né hafa það um hönd. Andstæðingar hindindismanna, — eg kalla þá vínmenn, því að þeir eru liðsmenn og formælendur vínnautnar, halda þvi gjarnan fram, að ofdrykkjan sé siðlaus við- bjóður, og svo gerir dr. Claessen. Þeir viðurkenna greið- lega, að bindindið sé gott fyrir þá, sem ekki kunni rétta meðferð áfengis. Piltar og stúlkur verða að ráða við sig hvort þau treysta sér til að nota áfengi í liófi, segir herra Claessen. Treysti þau sér til þess, virðist sjálf- sagt að þau noti það „eins og siðuðum mönnum sæm- ir“ „aðeins til hressingar og ánægju“. Hér er verið að ögra unglingunum. Ef þú vantreystir ekki manndómi þinum og sjálfstæðum viljastyrk, þá komdu með og gleddu þig við skál. Drekktu ef þú ert ekki ístöðulaus aumingi! Sértu maður, njóttu þá gleðinnar! Þessar ögranir hafa komið mörgum á kaldan klaka. Ungling- ar þola fátt ver, en það, að efazt sé um manngildi þeirra og þeir grunaðir um ístöðuleysi og eymd. Þeir vilja vera menn og sýna það. Mér kemur í hug annar doktor. Það er Guðmundur Finnbogason. Hann sagði í Andbanningi 30. september 1933, að bindindismenn ættu ekki að vera með þá of- stækisfirru, að allir gangi í bindindi með þeim. Dr. med. og dr. phil. róa hér báðir úr einni vör. Hversvegna að amast við því, að menn neyti víns, meðan enginn veit nema þeir kunni að gæta hófs? Það var lika einu sinni bóndi. Hann úthýsti manni nokkrum í vetrarhrið. En svo kallaði hann á eftir hon- um út í sortann og bylinn: „Þú kemur aftur ef þú vill- ist.“ Eg veit eklci hvort bóndi þessi var doktorafóstri. En hann er andlegur faðir þeirra Guðmundar og Gunn- laugs og allra þeirra, sem bera sér í munn þessi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.