Skinfaxi - 01.03.1936, Qupperneq 85
SKINFAXI
85
Skipt um skoSun.
Ég unni þeim kappa, sem hristi sinn hjör
og hlæjandi stríðinu mætti;
með bragyrðin meitluð og svifvængjuð svör,
— þótt sárbeittri að hjartanu stefnt væri ör,
og æðrulaus glaðmála gætti.
Mig töfraði sveinninn, sem stýrði frá strönd,
og stefndi út á óvissar leiðir.
Með stálbrýndum vilja og harðgreiptri hönd,
er hugdjarfur sigraði borgir og lönd,
og gullfermdi gunnbúnar skeiðir.
En útsýnin breikkar við bilið, sem gengst,
og breytingum tímarnir valda.
Nú finnst mér — þótt margt hafi’ á mörkinni rengst, —
sú mynd hafi fastara hug mínum tengst,
sem rís ei með rjúkandi falda.
Ég hylli þann djarfhug, sem óslitin ár
í æfinnar svartnætti gengur,
sem berfættur treður með blæðandi sár,
um brunahraun mannlífs, við hungur og fár,
en er þó hinn óbrotni strengur.
Og æskan mig heillar, með ótamda þrá,
jafn áttvís, þótt stoðirnar svíki,
þótt örbirgð og kúgun sé arfurinn sá,
og einasti, að 1 ö g u m, sem ber henni að fá.
— Ég veit, að hún vinnur sitt ríki.
Jón Þórðarson,
frá Borgarholti.