Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 75
SKINFAXI
75
Hann hefir rannsakað þjóðbúninga og skrifað um
þá merkilegar ritgerðir. Tvisvar hefir hann komið til
íslands. Fyrra skiptið 1924, einn þeirra fjögra sendi-
manna frá „Noregs ungdomslag“, er þá voru gestir
Ungmennasambands Ivjalarnesþings. Aftur kom hann
hér með „Mira“-leiðangrinum, sem Norðmenn fóru
til Hjaltlands, Færeyja og íslands 1928. Var hann,
með prófessor Hannás, aðalhvatamaður þeirrar kynn-
isferðar.
Andreas Skásheim er bankaritari við Vestlands-
bankann í Björgvin, en vinnur auk þess af lifi og sál
að æskulýðs- og þjóðernismálum. Hann hefir einnig
komið tvisvar hingað til lands. Fyrra skiptið ferðað-
ist hann ríðandi um mikinn hluta landsins og kynnt-
ist nákvæmlega landi og þjóðarháttum. í síðara skipt-
ið sat hann sambandsþing U. M. F. I. 1927 og flutti
á því mjög snjallan fyrirlestur um þýðingu Snorra
Sturlusonar fyrir Noreg. Þá talaði hann og á sam-
fundi U.M.S.K. á Þingvöllum. Hann kom og í Þrasta-
skóg í þeirri ferð. Síðan hefir hann hvað eftir annað
sent Þrastaskógi trjáplöntur til gróðursetningar,
hundruðum saman. Einnig hefir hann sent trjáplönt-
ur að Reykholti.
Skinfaxi notar tækifærið og flytur þessum tveim-
ur ágætu frændum vorum innilegt þakklæti íslenzkra
ungmennafélaga, fyrir þann vinarhug, sem þeir hafa
sýnt félagsskap vorum og þjóð. Vinátta þeirra og
annarra góðra manna meðal frændþjóða vorra er oss
xnikils virði.
A. S.