Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 61

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 61
SKINFAXI 61 ryðja allar þær leiSir, sem vér höfum yfir að ráða heima fyrir. Nota þar alla þekkingu vora og krafta, í smáu og stóru. Reyna að laga oss eftir kringumstæð- unum, stilla i hóf kröfunum, temja sér hagsýni og starfsemi, og stefna að því, eftir þvi sem mögulegt er, að eyða ekki meiru en aflað er. Rækta landið og byggja, til þess ýtrasta, og notfæra sér allar afurðir á svo liagkvæman hátt, sem frekast er unnt, reyna i orðs- ins fyllsta skilningi, að sníða sér stakk eftir vextinum. Ræktun lýðs og lands er kjörorð Ungmermafélag- anna. Þetta kjörorð er göfugt og stórfellt, ótæmandi, en ábyrgðarmikið. Á bak við það liggur, að rækta land- ið til þess, að ekki verði betur gert. Þar er alda verk. Að rækta lýðinn, það er andlegt verk, og ennþá stærra og vandameira. Það er eilift verk. Starfsvið Ungmenna- félaganna, er því óendalegt, en þó jafnframt lífrænt. Þau liafa þvi valið sér með kjörorðinu svo göfugt og víðfaðma verksvið, að það er ótæmandi. En því fylgir jafnframt vandi sá, að störfin þarf vel að vanda. Að Ungmennafélögunum stendur æskan og í þau getur og á allur ungmennahópur þjóðarinnar að ganga. Á þeim og starfi þeirra, getur því komið til að hvíla öll ham- ingja og velferð þjóðarinnar, á komandi öldum, þar sem þau hafa tekið að sér það hlutverk, að móta hugs- unarhátt og lífsskoðanir þjóðarinnar. Og á þeim byggj- ast störf hennar og framþróun. Ef vel á að fara, þarf því að vera æðsta starfsreglan: Atliugun, gætni og stilling, en forðast öfgar og æsingar. Að svo mæltu óska eg Ungmennafélögunum alls vel- farnaðar á ókomnum árum. Óseyri, 1. nóv. 1935.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.