Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 20

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 20
20 SKINFAXI feriningu, ef þau hafa aðstöðu til að sækja íþrótta- námskeið, sem þar kunna að vera haldin. I harnaskólanum er lmsaskipan þannig háttað, að fimleikakennslu er lítt framkvæmanleg, þar eð hún verður jiá að fara fram í kennslustofunni, innan um horð og slóla, ef liún er þá nokkur. Það fer eftir áliuga kennarans á aukinni líkamsrækt á hverjum stað. Hinn skólinn var byggður á þeim tíma, þegar levft var að hafa fimleika- og samkomuhús sveitarinnar sambyggð í táknrænni merkingu þess, að andleg fræðsla og líkamsrækt þurfa að fylgjast að og bæta hvor aðra upp, ef góður árangur á að nást. í þessum skóla er ekki neitt „klausturlíf“. Eii þar er samstarf hinna eldri og yngri kjörorðið. Enda hafa margar hendur unnið þar lélt verk, allt frá því er fyrst var hafinn undirbúningur að byggingu skólans og fimleikahússins, og svo áfram í starfrækslu hans. Þangað liggja leiðir fóllcsins í sveitinni, bæði barna og fullorðinna, til aukinnar fræðslu og þroska, mann- funda og skemmtana. Þar geta börnin notið fullkom- innar iþróttakennslu, samhliða bóknáminu. Eftir ferminguna eiga þau enn erindi á þennan stað, þvi þar eru haldin námskeið í heimilisiðnaði, söng, íþrótt- um og fl. Þessi staður er eins konar menningar- og fræðslumiðstöð sveitarinnar. Uppeldisslöð æskunnar mætti líka nefna hann. Það eru fáar sveitir hér á landi sem eiga slikar „uppeldisstöðvar“. Þó eru þær nokkrar til á öllu land- inu, en þyrftu að vera fleiri, því reynslan mun vera sú, að því betri skilyrði sem æskunni eru búin til framgangs áhugamálum sínum, því giftudrýgri verð- ur árangurinn. Sú hefur reynslan a. m. k. orðið með hið fjöljiælta starf ungmennafélaganna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.