Skinfaxi - 01.04.1945, Blaðsíða 35
SKINFAXI
35
Lestrarfélög og
hreppsbókasöfn.
Viðtal við Bjarna M. Jónsson, námsstjóra:
Ritstjóri Skinfaxa fór
á fund Bjarna M. Jóns-
sonar, námsstjóra, í
fræðslumálaskrifstofuna
og átli við hann eftirfar.
bndi viðtal um lestrar-
félög og Jíókasöfn úti um
fand, en hann annast
skýrslugerðir og styrk-
veitingar til safnanna
fyrir fræðslumálastjóra.
Bjarni M. Jónsson er
gamall og góður ung-
tnennafélagi.
■— Já, það var einmitt
prýðilegt að fá tækifæri
lil að ræða við ung- Bjarni M. Jónsson
mennafélaga um lirepps-
hókasöfnin, því að ungmennafélagar annast rekstur
margra þeirra, sagði Bjarni. Hreppsbókasöfn nefni
ég þau söfn, sem fá styrki úr styrktarsjóði lestrarfé-
laga, til aðgreininagr frá sýslu- og kaupstaðabóka-
söfnum og öðrum almennum söfnum, sem fá styrk
beint úr ríkissjóði.
— Hvenær var fyrst úthlutað styrkjum úr slvrktar-
sjóði lestrarfélaga, og iivað oft liafa þeir verið veittir?
— Þeim var fjæst úlhlutað árið 1939 og síðan árle ga
eins og vera ber, eða alls 6 sinnum. Fyrsta árið fékk
151 safn stvrk úr sjóðnum, tæpar 9 þús. kr. samtals,
en 1944 fengu 193 söfn styrk, nálega 105 þús. kr. Styrk-
3*