Skinfaxi - 01.04.1945, Blaðsíða 64
64
SKINFAXI
Vel frámkvæmt fótviðnám er fólgið i því, að vinstri fólur —
stökkfóLur — snertir með allri il jörðu, boginn um hnéð. Fætin-
um er stappað í jörðu, og þegar er rétt úr hnénu og oltið um tá-
berg upp á tær. Hæll og tær eiga að vera í beinni línu við stang-
arendann. Margir sfökkvarar hafa eitthvað mjúkt efni inni í
skónum undir hælnum, til þess að vernda hælinn í fótstapp-
inu. Tilgangur fótstappsins og fráspyrnunnar er sá að létta
undir að lyfta bolnum upp um leið og stöngin rís í lóðrétta
stöðu. Þeir kraftar, sem hjálpa til við þetta, eru hraðinn i líil-
hlaupinu, upplyfta eða sveifla stangarinnar, fótstappið og frá-
spyrnan. Þessi viðbrögð verða að vera í reiprennandi sam-
liengi til þess að trufla ekki ris stangarinnar og uppsveiflu
bolsins. Til þess að iétta undir og beina hreyfingu holsins
frekar upp á við, er hægra fæti lyft upp IU1 hægri við stöng-
ina með hárri linélyftu (4. inynd). Stökkvari, sem ekki getur
t.engií. saman atrennu og uppstökk, tapar miklu af þeirri orku,
sem hann leysti í tilhlaupinu, og stöngin ris seinna en æski-
legt væri í lóðrétéa stöðu. Þegar er fólstappinu lýkur, hefst
sveiflan.
V. Sveiflan: Sveiflan líkist hreyfingu dinguls. Bolurinn hang-
ir í beinum örmum, en hann sveiflast ekki um grip handa,
heldur um axlir. Bolurinn með mjúkum fótum á að sveiflast
eins nærri stönginni og hægt er. Mjaðmirnar beygjast snemma
í sveiflunni lil þess að minnka radius sveiflunnar og auka
hraðann. Sltökkvarinn verður að hafa það rikt í huga, að arm-
arnir verða að vera beinir í byrjun sveiflunnar og framan og
ofan við höfuð. Einnig má uppstökksfóturinn ekki nema við
jörðu til hægri eða vinstri við stökkstefnuna, því að þá er
liætta á, að sveiflan verði Itil hliðar og upp. Hún er áhrifa-
mest heint fram og upp. (5. mynd G og 6. mynd 2 og 3).
VI Boldrátturinn. Við lok sveiflunnar, þegar stöngin nálgast
lóðrétta stöðu, þá er bolurinn dreginn upp með snöggum arm-
beygjum. Samtímis eru fætur dregnir inn að stönginni til
þess að viðhalda fram og uppsveiflu þeirra. Uppdráttur bols-
ins og aðdráttur fóta má ekki hefjast fyrr en mjaðmir bera
hærra en axlir. (5. mynd Ii og 6. mynd 4).
f áframhaldi af armbeygjunum og fram- og uppsveiflu hægra
fótar, er bolsnúningurinn framkvæmdur.
VII. Bolsnúningurinn: Um það leyti, sem boldrætítinum lýk-
ur, hefur stöngin náð nærri lóðréktri stöðu. Bolurinn hefur nú
verið dreginn þétt upp að stönginni. Fætur eru náið, en sá
hægri þó nokkru hærra. Stökkvarinn hangir á liöndunum upp
með stönginni. Fælíur eru mjúkir og bognir um hnén, og eru