Skinfaxi - 01.04.1945, Blaðsíða 48
48
SKINFAXI
fer fjarri, að telja megi örnefnin í belg og biöu. ÞaS er höf-
uðnauðsyn, að safnarinn vinni skipulega, afmarki svæðið
greinilega, taki fyrst fyrir tiltekinn hlula þess, geri honum
full skil, leggi þá undir sig nýja skák og svo koll af kolli.
Ilvert örnefni verður að staðsetja eins vel og föng eru á,
og er gott, að -skrásetjandinn hafi jafnan i liuga, að skrá
hans verður notuð af mönnum, sem ekki eiga þess kost að
sjá staðina með eigin augum, en þurfa að fá að vita slcý-
laust, hvar livert örnefni er. í sumum þéttbýlum löndum,
þar sem jarðirnar eru yfirleitt litlar, gera safnarar örnefna-
kort af hverri jörð. í skrám sínum merkja þeir svo livert
örnefni einkennistölu og setja sömu tölu á kortið, þar sem
örnefnið á heima. Sá, sein skrárnar notar, þarf ekki annað
en taka einkennistölu hvers örnefnis og getur þá óðara séð,
hvar það er eftir kortinu. Þessa aðferð mætti vitanlega nota
hér á landi, sums staðar að minnsta kosti. En það er hvort-
tveggja, að engin slílc kort eru til, enda eru jarðirnar hér
yfirleitt það víðáttumiklar, að kortin þyrftu að vera flæmi
stór til að ná tilgahgi sínum. Yið verðum því að láta okkur
lynda, að vera kortlausir og staðsetja örnefnin með lýsing-
um, enda má vel við það hiíta, ef skýrt er að orði komizt.
Marg er við að miða: bæjarhús, útihús, túngarð, landamerki,
ýmis náttúrleg kennileiti og siðasll, en ekki sízt, örnefni, sem
merkt kunna að vera á íslandskortum danska herforingja-
ráðsins.
Ef safnað er í byggðum, er langbezt að safna á hverri
jörð út af fyrir sig. Er þá gott að hefja hverja skrá á stuttri,
en glöggri lýsingu á legu jarðarinnar, bæjarstæði og landa-
merkjum. Ef heimamenn kunna skil á jieim eyktamörkum,
sem noluð hafa verið á bænum, er mikils virði, að frá þeim
sé skýrt. Þegar þessum almenna inngangi er lokið, getur
safnarinn tekið til við örnefnin. Er eðlilegast að byrja á ör-
nefnum næst bæ, i túni, þá engjum, úthaga, fjalli, afdöl-
um o. s. frv., unz farið hefir verið um alla landareignina
og hvert örnefni sltaðsett, eins og kostur er á. Það er mjög
mikilsvert, að safnarinn haldi til haga öllum örnefnum söfn-
unarsvæðisins og felli ekkert niður, þótt honum virðist það
lítilfjörlegt, jafnvel ekki nöfn á einstökum húsum jarðanna,
ef þau eru nokkuð fráhrugðin þvi allra hversdagslegasta.
Það er raunar satt, að örnefni eru misjafnlega merkileg, en
ekkert örnefni er svo óbermislegt, að það eigi ekki skilið
að komast i sk'rá, og auk þess vitum við ekki, hvaða örnefni
munu þykja merkust og hve.r ómerkust í framtiðinni. Alll