Skinfaxi - 01.04.1945, Blaðsíða 32
32
SKINFAXJ
þjóða verða að blakía yfir blóðidrifnum vígvöllum,
vanhelgaðir af hryðjuverkum ægilegra styrjalda.
íslandsfáni er hreinn og flekklaus. Hann var hor-
inn fram til sigurs i hinni löngu frelsisharáttu þjóðar-
innar. Hann hefur verið vitni djarfra dáða. drenglynd-
is og ættjarðarástar, en eklci höls og blóðsúthellinga.
Um leið og íslenzkir iþróttamenn <>g æska landsins
lyflir fána þjóðar sinnar, gerast þeir verðir hans og
alls 'þess, sem þjóðinni er hei’agf. Þeir gerast vcrðir
þess arfs, sem gengnar kynslóðir eftirlétu þeim. Og
fegurstu einkunnarorðin, sem þeir gætu valið, finnst
mér vera kveðjuorð Kolskeggs lii æltjarðarinnar:
„Hvorki mun ég á þessu níðasí né öðru þvi, sem mér
er tiltrúað."
Útvarpskvöldvaka U.M.F.f.
Þann 2. iles. s.l. hafði Ungmennafélag íslands kvöldvöku í
útvarpinu. Efni hennar var á þessa leið: Daníel Ágústínus-
son ritari U.M.F.I. flutti ávarp. Gestur Andrésson hreppstjóri
á Hálsi flutti ræðu um gildi Umf. ogl áhrif fyrr og siðar. Iírist-
ján Eldjárn inagisCer ræddi um örnefnaskráningu Umf. Gils
Guðmundsson rithöfundur flutli kvæði eftir Guðmund Inga.
Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi ræddi um íþróttastarfsemi
Umf. Jóhannes skáld úr Kötlum flutti kvæði sitt: Góðra vina
fundur, sem er um þá vinina, Aðalstein Sigmundsson og Simun
av Skarði, er létust með skömmu millibili, svo sem kunnugt er.
Sigríður Ingimarsdóttir stúdent flutti erindi um viðhorf
kvenna til Umf. Karlakór frá Umf. Dreng í Iíjós söng tvisvar
undir sljórn Odds Andréssonar, Iiálsi. Útvarpshljómsveitin
lék í upphafi, og hljómplötur voru leiknar milli þess að ræður
voru fluttar og lesið var upp. Að lokum flutti ritari sambands-
ins kveðjuorð.
Útvarpskvöld þetta þótti takast prýðilega, og hefur stjórnin
fengið mörg vinsamleg ummæli um það frá ungmennafélögum
víðsvegar að. Sérsíaka atliygli vakti hinn ágæti kór Umf.
Drengs. Væri vel farið, ef mörg Umf. ættu slíkum skemmti-
kröftum á að skipa.