Skinfaxi - 01.04.1948, Blaðsíða 16
16
SK.INFAXI
Til þess að fá sem t'Iesta félagana til að taka þátt í
félagsstarfinu var á liverjum fundi kosin þriggja
manna málefnanefnd, er skyldi annast framsögu eða
hefja umræður um sjálfvalið efni á næsta fundi. Um-
ræður á fundum kenna mönnum að liugsa og setja
fram liugsanir sínar á skipulegan liátt, og voru þær
þvi góð þjálfun fvrir félagana. í sambandi við fund-
ina voru oft til fróðleiks og skemmtunar ræðuhöld,
upplestur, söngur o. fl. Fyrirlestrar voru fluttir á
vegum félagsins. Meðal fyrirlesara má nefna hinn
góðkunna æskulýðsleiðtoga Guðniund Hjaltason,
Helga Valtýsson og Þorkel Clementz, sem lengi var
fjórðungsstjóri Sunnlendingafjórðunngs U.M.F.Í. Fé-
lagið átti fulltrúa á fjórðungsþingum.
Blað. Félagið gaf út liandritað hlað, sem hét Vögg-
ur, og var það lesið upp á fundum félagsins. Ritnefnd
var kosin til að sjá um úlgáfu þess.
Söngur. Stofnað var til söngæfinga innan félagsins.
Var ]>að liinn fyrsti vísir að söngflokk (kór) í Iircppn-
um. Kcypt var lítið harmonium til æfinganna og Jón
bóndi Einarsson að Brunnastöðum (d. 1918) fenginn
til að kcnna söng.
Lestrarfélagið. Bókasafn „Baldurs“, lestrarfélags-
ins i hreppnum, sem fallið var í vanrækslu, var starf-
rækt á ný, bætt við nýjum bókum og gert aðgengilegt
til afnöta.
Skemmtanir. Félagið liélt uppi skemmtisamkom-
um, eftir þvi sem ástæður Icyfðu. Til skemmtunar
voru ræðuhöld, upplestur, söngur, tafl, spil og dans.
Um áramót var haldin brenna og álfadans á Skjalda-
kotsbakka. Auk skemmtana voru haldnar hlutavelt-
ur til fjáröflunar.
Iþróttir. Glimur voru æfðar af miklu kappi og með
góðuni árangri og einnig var æfð leikfimi (Möllers-
æfingar). Fékk félagið Guðmund Sigurjónsson, i-
þróttakcnnara, til að kenna glímur. Urðu sumir mjög