Skinfaxi - 01.04.1948, Blaðsíða 31
SKINFAXI
31
Örn fyllist oft beizkju og leiða, þegar hann er
meðal manna og liorfir á misfellur þeirra og þroska-
leysi. En á heiðum uppi unir liann sér vel. Þar er
frjálsræði og fegurð, óflekkuð og frumstæð. I kvæð-
inu Á heiðum uppi bregður fyrir náttúrulotningu og
næstum náttúrudýrkun, sem er þó ekki algengt hjá
Erni. En þetta fallega kvæði sver sig þó ótvirætt i
ættina:
Ég nýt liins langa, ljósa dags
á leið um eyðifjöM,
um hrjósturmela, hraun og urð.
Þar hverfa mannsspor öll.
Við heiðalandsins helgiró
mig hrifning grípur sterk.
Hér brýtur ekkert boðorð guðs,
liér bletta ei mannaverk.
Við yfirgang og ágirnd manns
var auðnin sjaldan tengd.
Þar eignast fáir öllu meir
en eina grafariengd.
En ánauðug er öll sú jörð,
sem eignarrétti er tryggð,
og yrðu fjöllin cyrnamerkt,
þá yndi ég kyrr í byggð.
Ég nýt hins langa, ljósa dags
sem Ijóðs við dýran hátt,
sem helgiljóðs um lieiðin fjöll
og hljóðrar auðnar mátt.
Mín vitund öll og eðlisgerð
féll inn í þennan brag.
Svo andar kvöldið klokkum hrcim
í kvæðis niðurlag.
Frh.