Skinfaxi - 01.04.1948, Blaðsíða 29
SKINFAXl
29
og orti sér ævintýri,
sem aldrei var sagt né skrá'ð.
í bjarma frá blaktandi týru
sást blómskrúðug fraintíðarströnd.
Með hcndur á lilumini og orfi
vann hugurinn riki og lönd.
I3að er í raun og veru ekki efnið, sem hér skiptir
máli. Svipað hefur verið sagt áður. Hitt er aðalatriðið,
hvernig það cr sagt. Erindið er látlaust, en þrungið
listrænu, og liver maður kannast við sannleik þess í
sál sinni. ()g þar skilur á milli feigs og ófeigs í skáld-
skapnum. Hverfandi liluti af því, sem ort er og skrif-
að, er svo nýtt og frumlegt, að ])að liafi aldrei verið
áður sagt. hað er meðferðin, handtök höfundarins,
sem i flestum tilfellum ræður úrslitum um gildi og
langli'fi skáldverksins. Og einmitt i þessu liggur aðal-
styrkur Arnar. Hann segir svo frá, að myndir og at-
hurðr greypast i vitund manna.
Hún er ljós og lifandi, myndin, sem hann bregður
upp í smákvæðinu Litill fugl.
Litill fugl á laufgum teigi
losar hlund á mosasæng,
heilsar glaður heiðum degi,
hristir silfurdögg af væng.
Flýgur upp i himinheiðið,
hefur geislastraum í fang,
siglir morgunsvala lciðið
sezt á háan klettadrang.
í annari útgáfu Illgresis eru fáein kvæði, sem Örn
kallar upphaflega einu nafni Ferðakvæði. Má svo
segja, að þar andi Ijóðrænu úr hverju stefi. Frum-
drög kvæðanna eru til orðin á gönguferðum hans um
landið, og lýsir hann jiar áhri'fum, er Iiann verður