Skinfaxi - 01.04.1948, Blaðsíða 8
SKINFAXI
8
Fáeinar endurminningar
iim 1. sanibandsþing U.M.F.1. 1907.
„Orð eru dýr, þessi andans frœ,
útsáin, dreifð fyrir himin-blœ,
og fljóta á gleymskunnar sökkvisœ
um sólaldir jarSncskra œva.“
Hugsjónir fæðast. Hvaðan ber þær að? Hvcrt halda þær
síðan? Visna þær og deyja? — Nei. — Talað orð deyr ekki.
Háfleyg hugsun, frjóvguð Iiitamagni eldlegrar sálar og starfs-
glaðrar fellur ekki til jarðar og visnar sein fræ milli steina.
Hún biður síns tíma og .fellur þá i frjóvga jörð. — Þetta
skeði 1900—1907. Þá var fylling tímans í íslenzku þjóðlífi,
meiri en nokkru sinni fyrr eða síðar! — Þá voru það miklu
freniur hugsanir Eggerts og Fjölnismanna en orð þeirra, sem
lágu i lofti, — bárust með hlýblævi og félhi síðan sem vor-
regn á þyrsta jiirð islenzkra æskusálna, svo að dásamlegur
gróður spratt upp milli hafs og heiða, svo að segja í cinu vet-
fangi. -— Þá gerðust undur mikil i íslenzku þjóðlífi. Æska
landsins reis úr dvala og fylkti liði! — — —
Þcss vegna verða þessi
fyrstu ár ungmennafélag-
anna svo minnisstæð okkur,
sem áttum þvi láni að fagna
að vera með frá upphafi og
iifa siðan með starfi þessu
og hugsjónum ævilangt, —-
sumir bæði heima og erlend-
is. — Telja má, að hornsteinn
þessa starfs sameiginlega
hafi verið lagður með hinu
fyrsta sambandsþingi is-
lenzkra ungmennafélaga á
Þingvöllum 1907. Er margs
að minnast frá þeim dögum, og skal Iiér aðeins drep-
ið á fátt eitt af öllu þvi.
Ég var formaður tJngmennáfélags Reykjavíkur um