Skinfaxi - 01.04.1948, Blaðsíða 32
SklXPAXl
:í2
Síðastliðinn vetur varð
það slys, að hjónin að
Hálsi í Kjós, Gestur And-
résson hreppstjóri og
Ólafía Þorvaldsdóttir,
drukknuðu i Meðalfells-
vatni. Fá tíðindi hafa mér
borizt jafn óvænt og
hörmuleg.
Eg liafði þekkt þau
hjónin í allmörg ár, og þó
Gest lieilinn mildu lengur, 'eða nær fjórðung aldar.
Ég kynntist honum fyrst sem ungmennafélaga, og
þannig sá ég hann í raun og veru alltaf, og alltaf sem
sannan ungmennafélaga.
Gestur var fæddur árið 1909. Foreldrar hans voru
Andrés heitimi Ólafsson hreppstjóri og kona Iians,
Ólöf Gestsdóttir, sem enn býr á Neðra-Hálsi í Ivjós.
Fjórtán ára gamall gerðist Gestur félagi í U.M.F.
„Dreng“ i Kjós, og nítján ára var liann kosinn i
stjórn félagsins. Sat liann i henni um margra ára
skcið, fyrst sem ritari og síðan sem formaður. Auk
þess hlóðust á hann ýmis önnur störf fyrir félagið.
Hann var fulltrúi þess í mörg ár á sambandsþingum,
sat lengi í ritnefnd félagsblaðsins, og var þar mjög
virkur maður, enda lét honum ]>að vel, því að sam-
fara góðum gáfum og rölcfastri hugsun átti liann ráð
mikillar hagmælsku, hvort sem var í bundnu máli
eða óbundnu. Auk alls þessa var hann virkur íþrótta-
maður og forgöngumaður innan sins félags, er tekin
voru upp aftur íþróttamót þau, er ungmennafélögin
„Drengur“ i Kjós og „Afturelding“ i Mosfellssveit