Skinfaxi - 01.11.1949, Síða 4
68
SKINFAXI
ffiutverk ungmenna-
félaganna.
Ræða Eysteins Jónssonar menntamálaráðherra
á Hveragerðismótinu.
Ungmennafélögin hafa nú
starfað um meira en fjöru-
tíu ára skeið. Alda vmg-
mennafélaganna reis í
byrjun nýs tímabils í sögu
þjóðarinnar. Vegna alda-
langrar baráttu forystu-
manna þjóðarinnar og þjóð-
arinnar sjálfrar, hyllti um
þær mundir undir loka-
markið í sjálfstæðisbaráttu
landsmanna. Stjórnarbætur
höfðu fengizt ein af annari,
og þá nýlega ein hin merk-
asta, þar sem ráðherravald-
ið, og þar með fram-
kvæmdavaldið, hafði verið
flutt inn í landið.
A þessum tímamótum i
lífi þjóðarinnar mun það
hafa verið ríkast i huga
æskumanna, að nú væri að
því komið, að islenzka þjóð-
inni bæri að sýna í verki
jafnóðum og tækifæri gæfust með auknu frelsi, að feður
þeirra og mæður hefðu haft rétt fyrir sér, þegar þau
með óbilandi trú á landið og möguleika þess, og í
trausti á þjóðina, höfðu barizt fyrir frelsi hennar.
Nú væri komið að því, að sýna í verki, að réttmætt
hefði verið að halda því fram, að ef Islendingar að-
Eysteinn Jónsson