Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 6

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 6
70 SKINFAXI þjóðarinnar og sögu, átti að varðveita og hagnýta í hina nýju þjóðfélagsbyggingu. Hér erum við stödd á íþróttamóti ungmennafélag- anna. Ungmennafélögin hafa löngum haft mikla for- göngu um íþróttir. Þær hafa verið ríkur þáttur í menningarstörfum félaganna, Ungmennafélögin liafa skilið menntunar- og menningargildi sannra íþrótta og hollustu þeirra og áhrif í því að ala upp tápmikla og drenglynda æsku. 1 ungmennafélögunum hefur ætíð verið kappkostað að gera mönnum það skiljanlegt, að það er gott að vera sterkur og fimur, eiga hraustan og heilbrigðan líkama, en menn yrðu jafnframt að vera góðir þegnar. Það hefur verið lögð höfuðáherzla á, að þótt orka og kraftur sé ómetanlegt, þá er það ekki einhlýtt, því allt er undir því komið, að menn beit þreki sínu af drenglund, fórnfýsi og þegnskap, sjálfum sér og öðr- um til góðs. Á síðari áratugum liafa orðið stórfelldar breytingar á Islandi. Að sjálfsögðu hafa þessar breytingar haft áhrif á starfsemi ungmemiafélaganna. Borgir hafa myndazt og mikil þéttbýli, stórir skólar starfa á vetr- um fyrir alþýðu manna, og margt fleira hefur Iiaft margvísleg áhrif á félagsmálastarfsemi í landinu. I þéttbýlinu t.d. er tilhneiging í þá átt að stofna fleiri félög en áður tíðkaðist í dreifðari byggðum, og hefir þá hvert félag sitt sérstaka verkefni. Það er ekki ástæða til þess að ræða þessa sérgrein- ingu hér. En á eitt vil ég mega benda. Svo stórkost- leg hafa áhrif ungmennafélaganna orðið í landinu, að ef litið er almennt yfir félagsmálastarfið, þá má sjá, að langflestir öflugustu félagsmálaleiðtogarnir, svo að segja í hverri grein félagsmála, hafa fengið upp- eldi sitt og skólun í ungmennafélögunum. Þannig hafa ungmennafélögin í fyllstu og sönnustu merkingu þess

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.