Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 24

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 24
88 SKINFAXI Á undan var sunginn sálmurinn: Hve dýrðlegur er drottinn, en Faðir andanna á eftir. Mannfjöldinn tók undir, enda voru sálmarnir prentaðir í leikskrána, en lúðrasveitin lék með. Á eftir var sungið Vormenn Is- lands og Þú vorgyðjan svífur. Þá flutti Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra snjalla hvatningaræðu til ungmennafélaganna og fór jafnframt miklum viðurkenningarorðum um störf þeirra. Þegar ráðherrann hafði lokið máli sínu las Jón Sigurbjömsson leikari þessi ættjarðarljóð: ísland far- sældarfrón, Rís þú unga íslandsmerki og Vormenn Is- lands, með djúpri og sterkri röddu, svo enginn komst hjá því að hugleiða hinn sígilda boðskap, sem kvæðin fiytja. Það er siður norskra ungmennafélaga og raunar Umf. víðar á Norðurlöndum, að fá snjalla upplesara til þess að flytja alkunn ættjarðarljóð á mótum og samkomum. Er það áreiðanlega holl og góð venja. Þá flutti Ásmundur Guðmundsson prófessor ræðu. Hann er gamall alþýðuskólastjóri og hefur ávallt unn- ið mikið með æskunni og að málefnum hennar. Var ræðan sköruleg og eggjandi hvatning til æskunnar að duga sem bezt við hin margþættu og ótæmandi við- fangsefni lífsins. Næst flutti sr. Helgi Sveinsson, sóknarprestur í Hveragerði, frumorkt ljóð, er hann nefndi: Ávarp til æskuunar. Að lokum flutti heiðursgestur mótsins, Jens Marinus Jensen, fomiaður Ungmennasambands Danmerkur, stutta ræðu. Hann ræddi einkum um samstarf Umf. á Norðurlöndum og nauðsyn þess, að því yrði haldið á- fram og eflt. Hann bar fram kveðjur og ámaðaróskir dönsku ungmennafélaganna til þeirra íslenzku. Jens Marinus Jensen er snjall ræðumaður, mikill félagsmálaleiðtogi í heimalandi sínu og einlægur þeim

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.