Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 42

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 42
106 SKINFAXl kastalann handan árinnar, sem byggður var fyrr á öld- um til varnar gegn dönskum vikingum. Þessu fylgdi vingjarnlegt bros til Jens Marinusar Jensen og félaga hans sem undirstrikun þess, að nú væri norrænni sam- vinnu svo fyrir þakkandi, að slík ævintýri gerðust ekki framar. I kirkjunni urðum við Vilhjálmur viðskila við flokkinn, ásamt tveimur dönskum og fórum lengi vill- ir vegar. Allir, sem við yrtum á, hristu höfuðið, eins og þeir vildu segja: „Skil ekki.“ Loks hittum við dreng, sem skildi sænsku og vísaði hann okkur á alþýðu- skólann, þar sem fyrirhugað var að matast. Matur var soðinn á útieldstóm í stórum pottum í skólagarðinum. Skólinn var yfirfullur af íþróttafólki, söngflokkum, þjóðdansaflokkum o.s.frv. Enginn leit við okkur. Af tilviljun hittum við einn úr mótsstjórninni, Bertel Höckert. Bróðir hans vann 5000 metra hlaupið á Olympíuleikunum i Berlín, en féll í stríðinu. Bertel Höckert var boðinn og búinn að fylgja okkur og leiðbeina. Fyrst fylgdi hann okkur á gistihúsið, svo á skrifstofu mótsins og þar næst til bústaðar Rune- bergs, sem er geymdur með öllum sömu ummerkjum og þegar skáldið bjó þar. Þar inni var fjölmenni, ferðamenn víðsvegar að. Fullorðin og virðuleg kona fylgdi okkur á milli her- bergja, sýndi og útskýrði. T.d. voru í svefnherberginu speglar þannig settir, að með þeim mátti sjá manna- ferð á götunni og fugla tína brauðmola við gluggann. Þessu kom Runeberg þannig fyrir í rúmlegum sínum síðari ár æfinnar, en hann lá lengi rúmfastur. 1 skrif- stofunni var margt loðskinna, elgshaus og margar gamlar hermanna- og veiðibyssur. Við skrifborðið stóð silfurkanna undir glerhjáhni, mikil og forkunnarfögur. Var hún gjöf gamalla her- manna til Runebergs, þegar hann var fimmtugur. 1 afmælisveizlunni hafði Runeberg sett það ákvæði, að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.