Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 53

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 53
SKINFAXI 117 reikning U.M.F.f. fyrir árið 1948 og borið saman við fylgi- skjöl. Ennfremur talið sjóðinn og kynnt okkur aðrar eignir U.M.F.Í. Ilöfum við ekkert við fjárreiður sambandsins að at- huga og teljum þær í góðu lagi. Reykjavik, 25. júni 1949. Guðmundur Eggertsson. Stefán Runólfsson. Þá var gerð grein fyrir Minningarsjóði Aðalsteins Sigmunuds- sonar og var hann einnig birtur í hinni fjölrituðu skýrslu stjórnarinnar, ásamt áritun endurskoðenda. Var hann i árs- lok 1948, kr. 26.535.58. Enn hefur engin veiting farið fram úr honum. Vextir og gjafir liafa þvi lagzt við höfuðstólinn. Hann er ávaxtaður í Söfnunarsjóði íslands. II. Lagabreytingar. Sambandsstjóri, sr. Eirikur J. Eiriksson, liafði framsögu. Skýrði þær breytingar, sem til athugunar væri að gera á lög- um sambandsins. Voru það einkum breytingar á stefnuskránni til samræmis við hina breyttu tima og viðhorf, svo félags- skapurinn næði tilgangi sínum — æskulýð landsins til þroska og allri þjóðinni til blessunar. Málinu visað til laganefndar. III. Skógræktarmál. Frsm. Skúli Þorsteinsson. Flutti itarlega framsöguræðu. Ræddi sögu skógræktarmálanna hér á landi. Benti á skyldur Umf. við þau. Lagði áherzlu á, að skógrækt yrði gerð að skyldunámsgrein i barna- og unglingaskólum landsins og hver skóli fengi girt land til skógræktar. Benti á, að auk hinnar efnahagslegu þýðingar, hefði skógræktin mannbætandi og þroskandi áhrif á æskuna. Málinu vísað til starfsmálanefndar. IV. Skemmtanalíf æskunnar. Frsm. Daníel Ágústinusson. Taldi skemmtanalifið eitt af niikilsverðustu málefnum Umf. og skipti miklu fyrir menn- ingu þjóðarinnar, hvernig tækist til i þeim efnum. Rakti ágalla skemmtanalífsins, einkum að því er áfengisnautn snertir. Taldi að vanda þyrfti skemmtanirnar vel með fjölbreyttum menn- ingarlegum atriðum, t. d. sjónleikjum, kvikmyndum, ræðum, söng og upplestri ættjarðarljóða og þjóðdönsum. Eftir miklar Umræður var máliuu vísað til menntamálanefndar. F. Bindindismál. Frsm. Halldór Kristjánsson. Ræddi ítarlega núverandi ástand i áfengismálum þjóðarinnar. Taldi að stefna bæri að áfengis-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.