Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 54

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 54
118 SKINFAXl banni. Umf. ættu að vekja samvizku þjóðarinnar og skapa það almenningsálit, sem fordæmdi áfengisnautn. Málinu vísað til starfsmálanefndar eftir allmiklar umræður. VI. Samvinna ungmennafélaga á Norðurlöndum. Frsm. Jens Marinus Jensen, formaður Ungmennasambands Danmerkur. Rakti hann í skemintilegri ræðu, starf og stefnu æskulýðsfélaganna á Norðurlöndum og þann skerf, sem lýð- háskólarnir hefðu lagt til þeirra, samstarf æskulýðsfélaga hinna einstöku landa, þýðingu þess menningarlega og hver styrkur það væri fyrir þessar frændþjóðir, að það samstarf gæti orðið sem víðtækast. Sambandsstjóri þakkaði frsm. ágæta ræðu. Málinu visað til starfsmálanefndar. VII. íþróttamál. Frsm. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. Gaf ræðan mjög itarlegt og glöggt yfirlit um þróun íþróttamálanna síðustu árin. Bæði hina frjálsu íþróttastarfsemi og byggingaframkvæmdir. Fór hann lofsamlegum orðum um þátt Umf. í íþróttamálun- um. Sundlaugar eru nú 84 og er það lilutfallslega meira en þekkist í öðrum löndum. íþróttavellir væru hinsvegar fáir, sem íöglegir gætu talizt. Á 32 stöðum væru þeir nú í byggingu. Mörg Umf. störfuðu nú að byggingu félagsheimila. Æskilegast væri að íþróttakennarar gætu verið búsettir i vissum héruðum, þar sem kennslan færi fram. Hefði reynzt erfitt í framkvæmd. Stefna bæri að því, að íþróttakennarar héraðsskólanna störfuðu meira meðal æskunnar í umhverfi skólanna. Nefndi sem dæmi, að iþróttakennari frá Laugar- vatni, Þórir Þorgeirsson, hefði kennt i vor lijá Skarphéðni með óvenjulega góðum árangri. Fór að lokum viðurkenning- arorðum um skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, sem hann taldi að Umf. ættu að efla sem mest. Eftir talsverðar umræður var málinu visað til íþróttanefndar. VIII. Stefna Umf. í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Frsm. sr. Eiríkur J. Eiríksson. Gat hann þess að Umf. væru byggð upp til baráttu fyrir sjálfstæðismálin. Þau hefðu frá upphafi látið sig þjóðræknismál miklu skipta. Þau yrðu nú að marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Lagði siðan fram þrjár tillögur, sein vísað var umræðulaust til allsherj- arnefndar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.