Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 58

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 58
122 SKINFAXI arlíf þjóðarinnar, að tryggja reglusemi á samkomum sínum. (Menntamálanefnd). 2. 16. sambandsþing U. M. F. í. beinir þeim tilmælum til forstöðumanna Þjóðleikhússins, að starfsemi þess megi einnig miðast við þarfir fólks utan Reykjavikur og að ungmennafé- lögin fái þar m. a. leiðbeiningar og aðstoð með námskeiðum og umferðakennslu i leikmennt. (Daniel Ágústinusson). IV. Bindindismál. Sambandsþingið telur eitt af fremstu verkefnum Umf. að vinna gegn áfengisbölinu og stuðla að þjóðarbindindi. Þingið skorar á Alþingi að láta hið fyrsta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um bann við innflutningi og sölu áfengis og væntir þess að ungmennafélagar taki drengilegan þátt i bar- áttu þeirri, sem hlýtur að fara á undan slíkri atkvæðagreiðslu. Þingið skorar á alla hlutaðeigendur að vaka vel yfir lög- gæzlu og framkvæmd gildandi áfengislaga á hverjum tíma og hvetur almenning til að slá aldrei af kröfum til trúnaðar- manna ríkisins. í þeim efnum telur þingið að herða beri á eftirliti með leynivinsölu og viðurlög við henni. Þingið telur fullkomna óhæfu, að áfengissala skuli vera svo mikil tekjulind ýmissa samkomuhúsa i Reykjavík, að þau freistist til að neita bindindismönnum um húsnæði til skemmt- anahalds svo þau verði ekki af áfengisgróðanum. Þingið leggur sérstaka áherzlu á það, að hlutverk Umf. í bindindismálum á fyrst og fremst að vera það, að gera almenn- ingi ljóst hvílíkur háski stafar af hverskonar meðferð áfengis og fylkja bindindismönnum saman til aðhliða sóknar og varn- ar heima fyrir og út á við. (Menntamálanefnd). V. Skógrækt. 1. Sambandsþingið telur eðlilegt að Umf. hafi nána sam- vinnu við skógræktarfélögin og notfæri sér þannig þann fjár- hagslega stuðning, sem rikið veitir til skógræktar í landinu. Þingið telur að Skógræktarfélag íslands hafi hvorki né geti leyst Umf. undan skyldu sinni við skóggræðsluna og telur, að náin samvinna við Umf. skóla og héraðsskógræktarfélaga sé höfuðskilyrði fyrir viðunandi árangri i þessum málum. 2. Sambandsþingið lýsir fullum stuðningi sínum við til- lögur og samþykktir á uppeldisþinginu frá 1947, um að skóg- ræktarstörf verði, samkvæmt heimild í lögum, gerð að föstum lið i starfsemi skólanna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.