Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 70

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 70
134 SKINFAXI óttinn við að eyðileggja kast raeð yfirstigi, dragi ekki úr hraða og átökum. Þess verður kastiðkandinn að gæta að hraðinn fari vaxandi með hverjum snúning. 1. snúningur hraður (hraðari en sveifluhraði sleggjuhaussins i undirbúningssveiflunni). 2. snúningur hraðari. 3. snúningur hraðastur. Meðan kastarinn sveiflar sleggjuhausnum yfir höfuð sér stendur hann báðum fótum á jörðu. Á þvi augnabliki, sem hann hefur snúning færist likamsþunginn yfir á vinstra fót og við viðnám fóta að loknum snúningi hvílir þunginn á báðum. Til þess að sveifla sleggjunni út í loftið, yfirfærist hraði og átök snögglega frá fótum, mjöðmum, bol og yfir til vinstri hliðar, þar sem armar leggja smiðshöggið á. Aukning vöðvastyrks er hyrningarsteinn færni í sleggju- kasti. Handstaða, hnébeygjur, armbeygjur og armréttur í ]á- réttri legu, lyftingar og glíma eru ágætar æfingar fyrir iðk- anda sleggjukasts. Klifur i köðlum og hönguæfingar á slám gera sama gagn. Auk afls þarf hraða og mýkt í allar hreyfingar. Til þess að afla sér þessa er ágætt að æfa rás-viðbrögð, spetthlaup, hlaup yfir lágar grindur og hástökk. Vegna þeirrar áreynslu, sem snúningarmr krefjast, þarf iðkandinn að þjálfa þol sitt. íþróttanefnd ríkisins var skipuð að nýju 26. nóv. til þriggja ára. í henni eiga nú sæti: Guðmundur Kr. Guðmundsson fulltrúi, formaður, Daniel Ágústínusson kennari eftir tilnefningu U.M.F.Í. og Hermann Guðmundsson fyrv. alþm. eftir tilnefningu Í.S.Í. Varamenn eru: Jens Guðbjörnsson bókbindari, varaformað- ur, Rannveig Þorsteinsdóttir alþm. og Benedikt G. Waage for- seti Í.S.Í. Sú breyting hefur orðið á nefndinni, að Guðmundur Kr. Guð- mundsson tekur aftur við þeirri formennsku, er hann hafði 1940—’46, en Hermann Guðmundsson, sem verið hefur for- maður undanfarin 3 ár, tekur sæti Kristjáns L. Gestssonar, sem átt liefur sæti í íþróttanefndinni síðan 1943 og verið gjaldkeri nefndarinnar allan þann tíma og unnið þar mikið og gott starf.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.