Skinfaxi - 01.11.1949, Page 82
146
SKINFAXI
halda tvö eða fleiri nágannafélög víða íþróttamót og ennfrem-
ur keppa samböndin stundum saman. Fer starfsemi þessi vax-
andi og er það vel.
Umf. Vaka í Villingaholtshreppi og Umf. Samhygð í Gaul-
verjabæjarhreppi héldu hið árlega iþróttamót sitt að Villinga-
holti 17. júlí. Keppt var í öllum hinum venjulegu iþrótta-
greinum héraðsmótanna, nema sundi.
Umf. Vaka vann mótið með 32 stigum. Umf. Sambygð hlaut
22 stig. Silfurskjöld mótsins hlaut Rúnar Guðmundsson fyrir
flest stig, hlaut hann 10.
Umf. Biskupstungna, Umf. Laugdæla og Umf. Hvöt, héldu
iþróttamót í Haukadal, Biskupstungum 24. júli. Þar var keppt
í hlaupum, stökkum, köstum, sundi og glimu. Keppendur
voru 30.
Umf. Biskupstungna vann mótið með 29 stigum. Umf. Hvöt i
Grimsnesi hlaut 19 stig og Umf. Laugdæla 18 stig.
Héraðssamband Þingeyinga og U. I. A. háðu iþróttamót að
Laugum í ágústmánuði. Þar var keppt i öllum helztu greinum
frjálsíþrótta. Þingeyingar unnu mótið með 71 stigi. Austfirð-
ingar hlutu 65 stig. Veður var óhagstætt.
Héraðssamband Strandamanna hélt frjálsíþróttamót 11. sept-
ember á Víðidalsárgrundum. Þar voru 8 keppendur frá Umf.
Geislinn í Hólmavik, 2 frá Umf. Reynir i Hrófbergshreppi og 2
frá Umf. Hvöt í Kirkjubólsheppi. Keppt var í 6 greinum frjálsra
íþrótta.
Umf. Reynir vann mótið með 30 stigum. Umf. Geislinn hlaut
28 stig og Umf. Hvöt 2 stig.
Umf. Geislinn, Hólmavík hélt innanfélagsmót í frjálsum
íþróttum 17. júní með 17 þátttakendum.
Handknattleiks og drengjamót ÚÍA. var háð að Eiðum 21.
ágúst. Bóas Emilsson setti mótið. Til leiks mættu alls í hand-
knattleik 5 kvennalið og 4 karlalið.
Úrslit urðu þessi í kvennakeppni: B-sveit Þróttar Nk. vann
Umf. Stöðvfirðinga með 3 mörkum gegn 2. Og vann Þróttur
þar með bikar þann, er keppt var um til eignar, þar sem
þetta var í 3. sinn í röð, sem hann bar sigur úr býtum í B-sveit-
ar keppni.
A-sveit Hugins Sf. sigraði mótið. Vann Þrótt Nk. með 3 gegn
2 og gerði jafntefli við Austra Eskifirði, 1:1. Austri gerði einnig
jafntefli við Þrótt 1:1.
Karlakeppni: — Leikar fóru þannig: Umf. Stöðvfirðinga
sigruðu á mótinu. Unnu Austra Esk. með 7 gegn 3 mörkum. Hug-
inn Sf. með 7:1 og Hrafnkel Freysgoða Breiðdal með 2:1.