Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 26

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 26
122 SKINFAXI Enginn mun verða fyrir vonbrigðum að koma til San Fransisco, þótt hann Iiafi áður gert sér glæstar hugmyndir. Innsiglingin er með afbrigðum fögur. Þegar siglt er utan af Kyrrahafi á leið inn til borgar- innar, er fyrst farið gegnum tæplega tveggja kiló- metra sund, hið svonefnda Gullna hlið. Er þá farið undir hrúna miklu, en hún er svo há, að stærstu haf- skip fljóta undir hana. Beggja vegna sundsins eru strendurnar hæðóttar, og raunar klettóttar sunnan megin, og leika sæljón þar tíðum um klettana. Þeg- ar inn um liliðið er komið, hlasir San Fransisco-flóinn við, og eru á honum allmargar evjar. Meðal þeirra er klettaeyjan Alcatraz, þar sem er ríkisfangelsi. Einnig er þar 400 ekra stór eyja, gjörð af mannahöndum, þar sem heimssýningin 1939—1940 hafði aðsetur. Nú er þar flugvöllur flotans. San Fransiscoborg stendur á 13 hæðum. Um leið og ég virði fyrir mér umhverfið, hlaða ég í leiðarvísi, sem ég hafði keypt inni í borginni. í hækl- ingnum er stiklað á stóru í sögu San Fransisco. Hún er nefnd eftir hinum heilaga Franz af Assisi, en það voru Spánverjar, sem fyrst settust að á þessum odda milli Kyrrahafsins og flóans mikla. Þegar gullið fannst í Kaliforníu árið 1848 voru þar aðeins 14 hús og 60 manns, en eftir tvö ár var íbúatalan orðin 20.000. Nú er fólksfjöldinn á sjöunda hundrað þúsund. Það er mjög eftirtektarvert, þegar farið er um horgina, hve fátt er þar af gömlum og aflóga bygg- ingum. Þetta verður skiljanlegra, þegar vitað er, að árið 1906 brann borgin til kaldra kola. Jarðskjálfti hafði skemmt vatnsleiðslur, svo að ekkert varð við eldinn ráðið. Borgin er þvi vel skipulögð, götur hreið- ar og heinar, fagrar hyggingar, mörg stórhýsi og ský- skafar. Vatnsleiðslukerfi horgarinnar er stórkost- legt mannvirki og hið traustasta.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.