Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 28

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 28
124 SKINFAXI brúin, er liún samt engan veginn neitt smásmíði. Þetta er liengibrú. Hún er bart nær 3 km á lengd, en brúarliafið milli turnanna er undir það hálfur annar km, og mun það vera lengsta hrúarhaf á jörðinni. Hæð turnanna yfir sjávarmál er 746 fet. Brúin er mjög falleg, og mér finnst hún heilsteyptara mann- virki en stærri brúin. Hún er öll rauðmáluð, og gerir það hana enn tilkomumeiri, þegar sólin glampar á hana. llún var einnig fullgerð árið 1937, og kostaði hún 33 milljónir dollara. — Yfirverkfræðingur við báðar þessar brúarframkvæmdir var amerískur mað- ur af sænskum uppruna, Swanson að nafni. Þegar ég ligg hérna uppi í hlíðinni og virði fyrir mér öll þau geysilegu mannvirki, sem gerð liafa ver- ið umhverfis þennan flóa, brýrnar, skrautgarðana, byggingarnar, liafnir og uppfyllingar, verður mér ljóst hvílíkt ógnarfjármagn þurft hefur til þess að koma þessu öllu í kring. En þetta er líka auðugt land. í raun og veru má segja, að móðir náttúra hafi dekr- að við Kaliforníu, beinlínis ausið yfir hana af gnægt- um sínum. Loftslagið nálgast það að vera fullkomið, landslagið er fjölbreytt og heillandi, gróðrarríkið stór- kostlegt. Gull er þar mikið i jörðu, og margir aðrir málmar í ríkum mæli, og þar eru einnig hinar mestu olíulindir. Það er því næsta eðlilegt, að Kaliforníu hafi verið valin mörg falleg nöfn, svo sem Hið gullna fylki, El Dorado, (óskalandið) o. s. frv. Og einkunn- arorð fylkisins er runnið frá gullleitartímunum, gríska orðið Eureka. (Ég lief fundið það.) Ég hrekk upp úr hugleiðingum minum og lestri leið- arvísisins við það, að ég heyri í bíl, og þegar ég lit upp, sé ég, að áætlunarbíllinn rennur inn i þorpið. Ég tek undir mig stökk. Það vi'll mér til happs, að liann stanzar fáar mínútur í miðju þorpinu, svo að ég næ í hann, lafmóður af hlaupunum. Eftir örstund er ég aftur á miðri brúnni yfir Gullna

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.