Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1954, Qupperneq 52

Skinfaxi - 01.11.1954, Qupperneq 52
148 SKINFAXI því án stimpinga. í byrjun vikunnar skal ormahreinsa tripp- ið. Heygjöf 3 kg i mál af töðu eða góðu bakkaheyi. Nœstu viku skal fara að venja trippið við bei/.li. Fyrst er það beizlað inörgum sinnum, eftir að það hefur étið upp, og síðan er það látið liafa beizlið á sér fram að næstu gjöf. Eftir 3—4 daga er trippið farið að venjast beizlinu. Þá er farið að teyma trippið liti. Fyrstu 2—3 dagana skal teyma trippið með tömd- um og vönum liesti. Kenna skal trippinu að ganga við hlið mannsins. Þá þarf að þjálfa það í að beygja greiðlega til hlið- anna, stanza og liefja göngu eftir tilsögn. Nota skal upphrópunina „Hoh“ þegar farið er af stað, eða orðið „fram“. En þegar stanzað er má segja „kyrr“ eða blístra, sem er fullt eins gott. Avallt skal þó nota söniu upplirópunina, það má aldrei bregðast. Trippin læra þá furðu fljótt að lilýða. Það, sem temjandinn á að kenna trippinu á 2. vetri, er eft- irfarandi: 1. Að teymast greiðlega frá báðum hliðum og ganga við lilið mannsins, scm teymir. Hlýða greiðlega, þegar beygt er til hliðar og hlýða strax livatningum, bæði þegar lagt er af stað og þegar stanzað er. 2. Að standa reistu og kyrru meðan maðurinn stendur kyrr. 3. Að teymast vel á liesti. 4. Að standa kyrru, þegar teknir eru upp á því allir fætur. 5. Að standa kyrru, þegar lagður er á það hnakkur, og einnig að teymast greiðlega með ungling berbakt. 3. Tamning hesta 4—6 vetra: Hesturinn fær venjulega meðferð fram til 1. febrúar. Þá er liann tekinn á hús. Fyrst er honum gefið meðalgott úthey i 3—4 daga, en þá má smátt og smátt blanda töðu eða öðru kjarngóðu lieyi i fóðrið, og bezt er að ala á góðri töðu, sem þó má vera dálítið bliknuð (gerjuð). Eftir viku á heygjöfin að vera orðin 3.5 kg í mál. Á G. eða 7. degi er hrossið orma- hreinsað. Það skal gert að morgni fyrir gjöf, og ekki má gefa þvi fóður fyrr en 3 klst. eftir inngöfina. 1. Áður en farið cr að temja hestinn til reiðar, skal hann hljóta alla sömu meðferð og trippi á 2. vetri, eins og henni er lýst hér að framan, og liann þarf að kunna öll þau 5 atriði, sem þar eru fram tekin. 2. Þegar hesturinn hefur vanizt hnakk og beizli, er farið að ríða honum. Fara skal rólega að öllu fyrst og ríða stutt daglega. Hálftíma æfing á dag fyrstu vikuna er liæl'ileg. 3. Fvrstu 2 vikurnar skal leyfa hestinum að fara á hverjum

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.